Félagsráðgjafafélag Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið boðar til opins fræðslufundar miðvikudaginn 20. september en þá mun Dr. Angelea Panos sem er sérfræðingur í
málefnum flóttafólks, vera með fræðslu fyrir félagsráðgjafa sem vinna með flóttafólki. Dr. Angelea mun í þessari fræðslu leggja sérstaka áherslu á vinnu með börnum með áfallastreituröskun og hvernig er hægt að meta þarfir þeirra og hvernig er hægt að styrkja og byggja um fjölskyldur sem hafa neyðst að flýja heimaland sitt. Dr. Angelea kemur hingað til lands á styrk frá Fulbright stofnuninni.
Staður og stund:
Miðvikudagur 20. september
kl. 12:00-14:00
Húsnæði BHM, Borgartúni 6, 3. hæð
Ekkert þátttökugjald er og býður Félagsráðgjafafélagið upp á samlokur. Vinsamlegast skráið þátttöku hér
Við hvetjum félagsráðgjafa til að nýta sér þetta einstaka tækifæri!