Skip to main content

Fræðslu – og skólamál

Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa var stofnuð 2. júní 2004.

Í fagráði fagdeildarinnar eru:

Guðbjörg Edda Hermannsdóttir gudbjorg.edda.hermannsdottir@reykjavik.is,
Kristrún Helga Ólafsdóttir kristrun.helga.olafsdottir@bofs.is og
Sigrún Harðardóttir sighar@hi.is

Uppfært, 5. mars 2024

Starfslýsing félagsráðgjafa í skólum

Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti. Heildarsýn er leiðarljós í allri vinnu félagsráðgjafa. Hún felur í sér að gaumgæfa félagslegar-, tilfinningalegar og námslegar aðstæður einstaklinga sem þeir vinna með hverju sinni.

Félagsráðgjafar eru sérfræðingar á sviði barnaverndar og úrræða sem henni tengjast og nýta sérþekkingu sína sem grunn í allri vinnu. Helstu vinnuaðferðir þeirra eru einstaklingsvinna, hópavinna og samfélagsvinna. Út frá þessum vinnuaðferðum eru félagsráðgjafar oft þátttakendur í stefnumótun í málefnum nemenda á öllum skólastigum.

Félagsráðgjafi er talsmaður nemenda og og bundinn trúnaði við þá eins og lög kveða á um hverju sinni. Hann stendur vörð um velferð þeirra og beinir sjónum að því sem stuðlar að góðri líðan nemenda. Hann aðstoðar þá við að greina styrkleika sína og virkja þá til frekari ávinninga í námi og á persónulegum vettvangi. Áhersla er lögð á að hjálpa nemendum að mæta hindrunum og draga úr áhrifum þeirra. Helstu verkefni félagsráðgjafa í skólum

Persónuleg ráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða tilfinningalegum vanda til dæmis vegna eineltis, samskiptavanda, hegðunarvanda, kvíða, feimni, brotinnar sjálfsmyndar, ofbeldis og fátæktar.

Skólaráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum vanda, til dæmis vegna mætinga, eru í brottfallsáhættu, eða glíma við sértæka námserfiðleika.

Forvarnir: Félagsráðgjafar leggja, í samráði við skólastjórnendur, áherslur varðandi forvarnir hverju sinni og taka þátt í mótun forvarnaáætlana. Þverfagleg samvinna: Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.

Mótun og þróun úrræða: Félagsráðgjafar meta þörf fyrir úrræði, mótun og þróun þeirra úrræða sem beitt er hverju sinni og árangur.

Ráðgjöf við skólastjórnendur og kennara: Ráðgjöf vegna einstakra nemenda og nemendahópa, um samsetningu nemendahópa innan skólans, skólabrag og handleiðslu einstakra starfsmanna.

Foreldraráðgjöf: Ráðgjöf við foreldra sem þurfa uppeldisráðgjöf eða aðra ráðgjöf sem tengist hagsmunum og líðan nemenda.

Þátttaka í ráðum og stýrihópum: Félagsráðgjafar í skólum taka þátt í eða leiða starf ýmissa ráða og stýrihópa sem tengjast skólastarfinu.