FORSA ráðstefnan fer fram 11.-12. nóvember 2021. Að þessu sinni verður ráðstefnan eingöngu rafræn. Athugið að skráning er hafin á slóðinni Registration – FORSA 2021
Slóð á heimasíðu ráðstefnunnar er: https://forsa2021.is/
Bestu kveðjur frá undirbúningsnefndinni
Steinunn Hrafnsdóttir, Steinunn Bergmann og Guðbjörg Ottósdóttir
FORSA norræn ráðstefna er haldin undir stjórn Ís-Forsa, samtaka um rannsóknir í félagsráðgjöf. Ís-Forsa var stofnað í apríl 2002 og er aðili að norrænu samtökunum FORSA sem standa fyrir ráðstefnum á Norðurlöndunum auk þess að gefa út tímaritið Nordic Social Work Research sjá https://www.tandfonline.com/loi/rnsw20
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og NOUSA norrænu samtök félagsráðgjafarháskóla auk Félagsráðgjafafélags Íslands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni https://forsa2021.is/