Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjafaþing 2017

By janúar 5, 2017september 8th, 2021No Comments

Kæru félagsráðgjafar!

Þann 24. febrúar næstkomandi heldur Félagsráðgjafafélag Íslands Félagsráðgjafaþing í samstarfi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og ÍS- FORSA.

Félagsráðgjafaþing er sannkölluð uppskeruhátíð félagsráðgjafar á Íslandi og er yfirskrift þingsins Nýsköpun í félagsráðgjöf.

Líkt og fyrri ár verður þingið haldið á Hótel Hilton Nordica föstudaginn 24. febrúar 2017 og hefst kl. 12.30 og lýkur með móttöku sem hefst kl. 17.00.

Í ár fáum við til okkar tvo gestafyrirlesara sem koma frá Herning sveitarfélagi í Danmörku þar sem áhersla hefur verið lögð á snemmtæka íhlutun í starfi með börnum og ungmennum. Verkefnið hefur leitt til nýs verklags og aukins árangurs með tilheyrandi hagræðingu í rekstri fyrir sveitarfélagið. Dagskráin samanstendur auk þess af fjölda umræðu- og málstofa og bera þar hæst málefni flóttafólks, vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, áskoranir í barnavernd og þjónusta á heimilum fólks

Skráning á Félagsráðgjafaþing er rafræn, vinsamlega fyllið út eyðublaðið

Fyrstu drög að dagskrá eru nú komin
Við minnum á að þingið er öllum opið!