Skip to main content
Fréttir

Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa heldur fund 15. nóvember kl. 9:00 – Samskipti kennara og nemenda, hver er hlutur ráðgjafans?

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa heldur fund í BHM salnum í Borgatúni 6, Reykjavík föstudaginn 15. nóvember kl. 9:00.
Efni fundarins er:
Samskipti kennara og nemenda, hver er hlutur ráðgjafans?

Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, kemur á fund Fagdeildar fræðslu-og skólafélagsráðgjafa til þess að ræða samskipti með ofangreindum áherslum.
Markmiðið er að rjúfa þögn sem ríkt hefur um neikvæð samskipti kennara og nemenda í skólum og styrkja með því fagvitund ráðgjafa sem starfa við skólana.
Er hugsanlegt að of mikil nánd ríki innan skólanna meðal kennara og stjórnenda sem hindrar að mál nemenda sem kvarta undan óbærilegum samskiptum við tiltekna kennara hljóti viðunandi afgreiðslu fyrir nemendur? Hvaða bjargir hefur ráðgjafinn?
Umræður verða með Guðbrandi Árna eftir erindi hans. Nýlega kom út hjá Forlaginu bók eftir Guðbrand Árna sem ber tiltilinn; Í nándinni.
Fyrir fund, kl. 8:30 er boðið uppá kaffi og rúnstykki.
Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til 11.
Skráning er á slóðinni: https://docs.google.com/forms/d/1t6pXZ303NMArL0J0hBYsQoF4qbZW0eI0kjp0kV3J188/viewform