Fagdeild fjölmenningarfélagsráðgjafa fór í tvær fræðsluferðir í vetur, aðra til Kaupmannahafnar og hina til Osló. Ferðirnar voru styrktar af Leonardo starfsmenntasjóði og miðuðu að því að afla þekkingar um þjónustu við flóttafólk og hælisleitendur.
Fagdeildin blæs til fundar þar sem greint verður frá ferðunum og styrknum sem fékkst. Auk þess verður þjónusta nágrannalandanna spegluð við velferðarþjónustu á Íslandi.
Fundurinn verður föstudaginn 23. maí 2014 kl. 15 í húsakynnum BHM við Borgartún.
Allir velkomnir.