Skip to main content
Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd

By apríl 19, 2017No Comments

IMG_1520.JPG

Í dag 8. desember 2008 var stofnuð fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd en deildin er innan Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ). Markmið fagdeildarinnar eru: Að stuðla að framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknum í félagsráðgjöf innan barnaverndar. Að efla samskipti milli félagsráðgjafa í barnavernd og fylgjast með nýjungum í félagsráðgjöf á sviði barnaverndar. Þá á að stuðla að aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í þágu barnaverndar og auka þekkingu almennings á barnavernd með því að gera starfið sýnilegra. Að auki er fagdeildinni ætlað að vera FÍ og stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum sem snúa að barnavernd og við endurskoðun og setningu laga um barnavernd.

Félagar í fagdeildinni geta þeir félagsmenn FÍ orðið sem starfa að barnavernd. Kosin var sjö manna stjórn en hana skipa Anni Haugen, Arna Kristjánsdóttir, Dagbjörg Baldursdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Guðrún Marinósdóttir, María Gunnarsdóttir og Ólína Birgisdóttir. Þeir félagsráðgjafar sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn en hafa áhuga á að gerast stofnfélagar geta skráð sig með því að senda tölvupóst á FÍ.

Á myndinni er undirbúningshópurinn; Maria Gunnarsdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Steinunn Bergmann og Páll Ólafsson