Skip to main content

B – hluti Vísindasjóðs

Úthlutun úr B-hluta vísindasjóðs er ætluð til rannsóknar- og þróunarverkefna. Verkefnin verða að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

Sækja þarf um í sjóðinn á þar til gerðu eyðublaði fyrir 15. september ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar liggja fyrir í byrjun nóvember og koma til útborgunar nokkru síðar. Vísindanefnd setur sér starfsreglur varðandi viðmið og hámarksupphæðir sem endurskoða má árlega. Sérstakar úthlutunarreglur gilda um umsóknir í sjóðinn. Þær má finna hér á síðunni.

Úthlutunarreglur fyrir B – hluta

Úthlutunarreglur fyrir umsóknir úr B-hluta Vísindasjóðs FÍ samþykktar á aðalfundi FÍ 2014.

1. grein
Vísindasjóður Félagsráðgjafafélags Íslands B-hluti er ætlaður til rannsóknar- og þróunarverkefna. Rannsóknin/þróunarverkefnið verður að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

2. grein
A) Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn sem hefur verið greitt fyrir í sjóðinn í samfellda 12 mánuði.
B) Félagsmenn í launalausu leyfi/án atvinnu sem greitt hafa fagaðild eiga rétt á aðild að sjóðnum að því gefnu að þeir hafi greitt samfellt í sjóðinn í 3 ár og ekki sé lengra en 12 mánuðir frá því að launalaust leyfi/atvinnuleysi hófst.
C) Vísindanefnd ákveður hverju sinni hvort og hvernig meta skuli eldri sjóðsaðild til brúa rof á aðild. Rof á aðild getur verið að hámarki 6 mánuðir.
D) Vísindanefnd er heimilt að eigin frumkvæði, að því að veita einstaklingum eða starfshópum viðurkenningu fyrir mikilvæg störf unnin á sviði félagsráðgjafar.
E) Vísindanefnd er heimilt að styrkja námskeið eða ráðstefnur sem hafa það að megin markmiði að kynna rannsóknir og/eða miðla þekkingu til félagsmanna FÍ sem eru stéttinni til hagsbóta.

3. grein
Umsóknum skal skila til vísindanefndar fyrir 15. september ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar skulu liggja fyrir í síðasta lagi 15. febrúar og til útborgunar eigi síðar en í mars ár hvert.

4. grein
Umsókn skal skila á stöðluðu eyðublaði sjóðsins. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á eyðublaði.

5. grein
Vísindanefnd FÍ ákveður úthlutanir úr B-hluta og upplýsir stjórn FÍ. Umsóknum skal svarað skriflega.

6. grein
Styrkþegar skulu vitja greiðslunnar innan 6 mánaða frá styrkveitingu að öðrum kosti fellur styrkveiting niður.

7. grein
Skóla-, námskeiðs- og ráðstefnugjöld eru ekki greidd úr B-hluta Vísindasjóðs. Rannsóknarverkefni félagsráðgjafa í meistara- og doktorsnámi geta fengið styrki að uppfylltum ákvæðum þessara úthlutunarreglna.

8. grein
Styrkþegar skulu kynna niðurstöður verkefnisins á þingi félagsráðgjafa í formi fyrirlesturs innan tveggja ára frá úthlutun. Að jafnaði skulu þau verkefni sem fá hámarksstyrk skila grein um niðurstöður verkefnis í Tímarit félagsráðgjafa eða annað sambærilegt tímarit.

9. grein
Vísindanefnd er heimilt að endurskoða úthlutunarreglur ár hvert. Breytingar á úthlutunarreglum skulu kynntar og samþykktar á aðalfundi að undanfarinni samþykkt vísindanefndar og stjórnar FÍ.

10. grein
Höfuðstóll B-hluta Vísindasjóðs FÍ skal ávallt vera að lágmarki 2.000.000 kr.

Umsóknareyðublað fyrir B-hluta Vísindasjóðs

Umsóknum í B- hluta Vísindasjóðs ber að skila á sérstöku umsóknareyðublaði og mikilvægt er að fylgja vel leiðbeiningum um hvað þar á að koma fram sem og varðandi orðafjölda. Umsóknarfrestur í sjóðinn rennur út 15. september ár hvert. Umsóknum er skilað til formanns vísindanefndar á netfangið hervora@hi.is