Skip to main content

Árleg úthlutun úr B-hluta Vísindasjóðs

Í úthlutunarreglum fyrir B-hluta Vísindasjóðs kemur fram að sækja þarf um í sjóðinn fyrir 15. september ár hvert. Styrkþegar mega vænta svars frá stjórn Vísindasjóðs u.þ.b. tveimur mánuðum síðar en eigi síðar en 15. febrúar. Styrkþegar eru hvattir til að kynna verkefni sín t.d. á Félagsráðgjafaþinginu sem haldið er ár hvert.

STYRKÞEGARUPPHÆÐVERKEFNI

Styrkþegar 2023 -2024
Ingibjörg Þórðardóttir, 400.000 kr. fyrir þýðingar á efni til notkunar í meðferðarvinnu sem byggir á líkamsmiðaðri áfallavinnu með skjólstæðingum í meðferð. Ingibjörg mun þýða verkefnabók og flettispjöld í samvinnu við Trauma Resilience Institute (TRI) sem er eigandi efnisins.

Guðrún Kristinsdóttir, hlaut 750.000 kr. heiðursstyrk Vísindasjóðs fyrir framlag sitt til félagsráðgjafar og rannsókna á sviðinu.

Félagsráðgjafafélag Íslands, hlaut 1.500.000 kr. styrk vegna framleiðslu á heimildamynd um sögu félagsins sem frumsýnd var á Félagsráðgjafaþinginu í febrúar 2024.

Styrkþegar 2022
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, kr. 500.000,- fyrir doktorsrannsókn: Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.

Valgerður Halldórsdóttir kr. 800.000 vegna útgáfu bókar um stjúptengsl: Stjúptengsl – í einkalífi og starfi.

Kristinn Arnar Diego, kr. 250.000 vegna birtingar á ritrýndri grein í tímaritinu, Journal of deaf studies and deaf education. Hafa félagsleg samskipti áhrif á sjálfsskilning döff fólks í fámennu samfélagi heyrnalausra á Íslandi?

Herdís Björnsdóttir kr. 500.000 fyrir MA rannsókn: Takk Kópavogsbær fyrir að fylgjast með mér: Viðhorf eldra fólks til þjónustu hjá Kópavogsbæ.

Sigrún Harðardóttir kr. 800.000 vegna útgáfu bókar um barnavernd á Íslandi: Saga, staða og framtíð barnaverndar á Íslandi. .

Halldórs S. Guðmundsson kr. 750.000 fyrir yfirlitsrannsókn: Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi.

Styrkþegar 2021
Íris Ósk Ólafsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Rafrænt eftirlit: Upplifun einstaklinga sem hafa afplánað undir rafrænu eftirliti.

Rut Sigurðardóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Lengi býr að fyrstu gerð – þjónusta við ættleidda og fjölskyldur þeirra, fyrir og eftir ættleiðingu.

Vilborg Grétarsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Hver eru afdrif ungmenna eftir 18 ára aldur sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða og hafa notið stuðnings barnaverndar.

Steinunn Jóhanna Bergmann kr. 96.118.- fyrir bókarkafla, Covid 19: Challenges for social work in Iceland.

Styrkþegar 2020
Ásta Kristín Benediktsdóttir kr. 500.000,- vegna meistararannsóknar á heiðurstengdu ofbeldi.

Ingibjörg Þórðardóttir kr. 600.000,- vegna rannsóknar á fjarþjónusta félagsráðgjafa.

Sigrún Ósk Björgvinsdóttir kr. 500.000 fyrir meistaraverkefni, Hvers vegna fara félagsráðgjafar í handleiðslu?‘

Að auki styrkti Vísindasjóður útgáfu bókar um faghandleiðslu í ritstjórn Sigrúnar Júlíusdóttur um 800.000 kr.

Styrkþegar 2019
Ellen Svava Guðlaugsdóttir kr. 250.000.- fyrir meistaraverkefni, Mikilvægi geðtengsla og styrkleikar barna sem barnavernd hefur haft aðkomu að

Styrkþegar 2018
Björk Vilhelmsdóttir kr. 500.000.- fyrir rannsóknina Hvað hindrar ungt fólk í að fara til vinnu, nám eða nýta sér virkniúrræði.

Ella Kristín Karlsdóttir kr. 270.000.- fyrir verkefnið Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna.

Eva Björg Bragadóttir kr. 123.000 fyrir mastersverkefnið Reynsla fylgdarlausra barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Að auki var veittur styrkur kr. 800.000.- til Halldórs S. Guðmundssonar vegna undirbúnings og útgáfu á heiðursriti í tilefni af 75 ára afmæli Sigrúnar Júlíusdóttur.

Styrkþegar 2017
Erla Björg Sigurðardóttir kr. 200.000.- fyrir rannsóknina Áhrif löggjafar og stefnumótunar á framkvæmd starfsendurhæfingar

Styrkþegar 2016
Elín Guðjónsdóttir, kr. 340.000.- Meistararannsókn um upplifun foreldra af stuðningsúrræðinu tilsjón.
Eldey Huld Jónsdóttir, kr. 500.000.- Uppfærsla á Félagsráðgjafatali frá og með árinu 2008.
Guðný Björk Eydal, kr. 600.000.- Námskeið fyrir félagsráðgjafa á sviði hamfarafélagsráðgjafar. Styrkur veitir félagsmönnum FÍ aðgang sér að kostnaðarlausu.
Eldey Huld Jónsdóttir, kr. 380.000.- Ágrip af sögu FÍ seinni hluti.
Stígamót, kr. 500.000.- Stuðningur við eflingu á starfsemi Stígamóta.

Styrkþegar 2015
Eldey Huld Jónsdóttir, kr. 500.000.- Ágrip af sögu Félagsráðgjafafélags Íslands sem birt verður á heimasíðu félagsins.
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, kr. 150.000.- Rannsókn þar sem könnuð er reynsla samkynhneigðra fósturforeldra af fósturforeldrahlutverkinu.

Styrkþegar 2014
Erla Björg Sigurðardóttir, kr. 300.000.- Doktorsrannsókn „Samanburður á stefnu stjórnvalda og lagalegri umgjörð starfsendurhæfingar í Noregi og á Íslandi og áhrif þess á framkvæmd starfsendurhæfingarúrræða í löndunum tveimur.
Valgerður Halldórsdóttir, kr. 500.000.- Rannsóknarverkefni „Samræming fjölskyldulífs og atvinnu foreldra og stjúpforeldra með börn á tveimur heimilum.“
Þóra Kemp, kr. 200.000.- Meistaraverkefni „Hvernig huga aldraðar konur að matarræði sínu í heilsu- og félagslegu samhengi.“
Félagsráðgjafafélag Íslands, kr. 340.000.- Koma Tímariti félagsráðgjafa á rafrænt form.

Styrkþegar 2013
Erla Björg Sigurðardóttir, kr. 300.000.- Samfélag og vímuefni – SOV.is.
Sólveig Sigurðardóttir, kr. 500.000.- Eftir skilnað, um foreldrasamstarf og kynslóðatengsl.

Styrkþegar 2012
Þorleifur Kr Níelsson, kr. 170.000 Ill meðferð á börnum. Nýjar víddir og margbreytileiki.

Styrkþegar 2011 María Jónsdóttir, kr. 500.000.- Notkun hjálpartækja við lífsleikni kennslu fyrir blind og sjónskert börn og ungmenni.
Guðrún Halla Jónsdóttir, kr. 500.000.- MA-verkefni: Kynhegðun og vímuefnaneysla 15 ára unglinga á Íslandi 2009-2010.
Guðlaug M. Júlíusdóttir, kr. 200.000.- MA-verkefni: Fjölskyldumatslisti McMasters – Mat á próffræðilegum eiginleikum fyrir íslenskt þýði.
María Gunnarsdóttir, kr. 200.000.- Rannsókn á stuðningsúrræðinu tilsjón í barnaverndarmálum.
Kristín Valgerður Ólafsdóttir, kr. 200.000.- MA-verkefni: Hagir foreldra langveikra barna sem búa á landsbyggðinni.
Nanna K. Sigurðardóttir, kr. 250.000.- Viska orðanna – tjáskipti í heilbrigðisþjónustu.
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, kr. 200.000.- MA-verkefni: Aðlögunarhæfni, styrkleikar og veikleikar 60 ára og eldri í Sveitarfélaginu Árborg.
Sigrún Þórarinsdóttir, kr. 500.000.- Einmanaleiki eldri borgara í Reykjavík. Líðan og félagsleg staða þátttakenda.
Freydís Jóna Freysteinsdóttir, kr. 300.000.- Ögunaraðferðir foreldra við uppeldi barna.
Guðbjörg Ottósdóttir, kr. 300.000.- Doktorsverkefni: Refugees and asylum seekers: Embodying disability and chronic illness in the context of migration.
Ragnheiður Guðmundsdóttir, kr. 200.000.- MA-verkefni: Hvar á ég heima? Hver hlustar á mig?
Félagsráðgjafafélag Íslands kr. 200.000.- Gerð stuttmyndar í samstarfi við Háskóla Íslands, félagsráðgjafardeild.
Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum, heiðursviðurkenning kr. 500.000.-

Styrkþegar 2010
Guðrún Jónsdóttir, kr. 200.000.- Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum á Íslandi 2002-2009.
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, kr. 200.000
Steinunn K. Jónsdóttir, kr. 219.000
Jóna Margrét Ólafsdóttir, kr. 300.000
Íris Eik Ólafsdóttir og Snjólaug Birgisdóttir, kr. 500.000.- Félagsleg aðlögun fanga á afplánunartíma.
Valgerður Halldórsdóttir, kr. 500.000
Sveindís A. Jóhannsdóttir, kr. 200.000

Styrkþegar 2009
Anna Dóra Sigurðardóttir 200.000 kr. Sér gefur gjöf sem gefur. Rannsókn um nýrnagjöf lifandi gjafa.
Erla Björg Sigurðardóttir 200.000 kr. Starfsendurhæfing á Íslandi, Svíþjóð og Noregi og áhrif starfsendurhæfingar og búsetuúrræða fyrir vímuefnasjúka á félagslega aðlögun og lífsgæði.
Heiða Ösp Kristjánsdóttir 200.000 kr. Stöðlun á listanum Reasons for Living Inventory -Adolsent fyrir Ísland.
Katrín Þorsteinsdóttir 250.000 kr. Þróunarverkefni „Barn í blóma.
Soffía Egilsdóttir 200.000 kr. Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt.
Steinunn Bergmann 200.000 kr Þjónustusamningur við framkvæmd félagslegra þjónustu.
Sveinbjörg J.Svavarsdóttir 237.600 kr. Áhrif geðheilbrigðisþjónustu á lífsgæði geðfatlaða í Hátúni 10.
Þórhildur Egilsdóttir 200.000 kr. Félagsráðgjöf reynsla af vettvangi stjórnmála greind með gagnrýnni kenningu.

Styrkþegar 2008
Íris Eik Ólafsdóttir 197.969 kr Vímuefnameðferðir í íslenskum fangelsum.
Ragna B.Guðbrandsdóttir 500.000 kr Þekking barna á kynferðislegu ofbeldi aukin með öflugum forvörnum.
Margrét Scheving 200.000 kr Sólin og tunglið til skiptis. Reynsla alkóhólista fyrir og eftir meðferð.
Sigurlaug Hauksdóttir 500.000 kr Staða HIV/alnæmis meðal munaðarlausra stúlkna sem dvelja í Candel Light Foundation (CLF) í Úganda, Afríku.

Styrkþegar 2007

Anna Rós og Áslaug — 500.000 — Fjölskylduhópmeðferð fyrir unga lystarstolssjúklinga
og fjölskyldur þeirra.
Ella K. Karlsdóttir — 200.000 — Hverfið mitt.
Guðrún Reykdal — 162.692 — Samþætting heimaþjónustu við aldraða.
Kristjana Sigmunds — 200.000 — Að heiman og heim.
Margrét Magnúsd. — 200.000 — Reynsla og upplifun fatlaðra af blöndun með þátttöku
á almennum vinnumarkaði. Oktavía Guðmundsd — 250.000 — Undirbúningur og fræðsla fyrir ungar verðandi mæður.
Olga Björg Jónsd. — 200.000 — Eigindleg rannsókn um systkini fatlaðs fólks.
Sigrún Ingvarsdóttir — 191.585 — Ofbeldi gegn öldruðum.
Sveinbjörg J. og fél. — 500.000 — Rannsókn á lífsgæðum geðfatlaðra sem búa á vernduðum heimilum.
Sveinbjörg J. og fél. — 500.000 — Er endurhæfing geðfatlaðra inni á stofnunum að skila árangri?

Styrkþegar 2006
Auður Sigurðardóttir — 75.000 — Hvaða gildi hefur skilnaðarfræðsla
Brynja Óskarsdóttir — 30.000 — Þjónustukönnun: Viðhorf og þarfir notenda og tilvísenda
félagsráðgjafar fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra við legudeildir FSA.
Freydís Freysteinsd. — 300.000 — Tengsl áhættuhegðunar unglinga og tilkynninga um misbrest
í aðbúnaði þeirra við skammtíma og langtímaúrræði.
Guðlaug Magnúsd. — 150.000 — Ungt fólk, lífshættir og viðhorf til fjölskyldu- og kynslóðatengsla.
Helga Þórðardóttir — 500.000 — Þróun og uppbygging kennsluefnis, námskeiða og þjállfunar um lausnamiðaða hugmyndafræði í vinnu með börnum er byggir á bókinni Börn eru klár.
Hrefna Ólafsdóttir — 500.000 — Fjölskyldumiðuð greiningarvinna félagsráðgjafa.
María Játvarðsdóttir — 150.000 — Hvaða áhrif hefur íþrótta og tómstundaiðkun á líf hreyfihamlaðra ungmenna á Íslandi?
Nanna K. Sigurðard. — 500.000 — Líðan í vinnunni – hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og viðmiðunarhópi.
Sigrún Þórarinsd. — 110.000 — Hvernig er félagsleg einangrun eldri borgara í Reykjavík tilkomin og hvað þarf til að rjúfa hana? Getur markviss stuðningur í félagstarf rofið félagslega einangrun aldraða?
Steinunn K. Jónsd. — 150.000 — Löggjöf og stefnumótun í húsnæðismálum aldraðra.
Unnur V. Ingólfsd. — 150.000 — Breytingar í félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1990 og áhrif þeirra á störf og starfsumhverfi starfsmanna félagsþjónustunnar.