Ályktun af fundi Velferðarvaktar Félagsráðgjafafélags Íslands þann 18.01.2011!
Velferðarvakt Félagsráðgjafafélags Íslands beinir þeim tilmælum til Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra að útrýma þeim smánarbletti sem biðraðir eftir mat eru á Íslensku samfélagi. Mikilvægt er að taka þegar upp viðræður við þá aðila sem koma að matarúthlutunum á Íslandi í því skyni að stuðlað verði að samvinnu, samráði og faglegum vinnubrögðum. Einnig viljum við hvetja ráðherra til að ljúka vinnu við gerð neysluviðmiða svo tryggja megi að allir landsmenn geti lifað við viðunandi framfærslu. Frekari upplýsingar veitir Páll Ólafsson formaður FÍ