Skip to main content

Áfengis- og vímuefnamál

Fagdeild félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnamálum var stofnuð 14. janúar 2009.

Starfsárið 2024-2025 eru fimm fulltrúar í fagráði fagdeildar um áfengis- og vímuefnamál:

Erla B. Sigurðardóttir, talsmaður fagdeildar

Elísabet Kristjánsdóttir

Ísabella Björnsdóttir

Kristín Þórðardóttir

Soffía Hjördís Ólafsdóttir

 

Starfsárin 2019-2024 voru átta fulltrúar í fagráði fagdeildar um áfengis- og vímuefnamál:

Kristín Þórðardóttir – talsmaður fagráðs

Ísabella Björsdóttir

Elfa María Geirsdóttir

Selma Björk Hauksdóttir

Elísabet Kristjánsdóttir

Lovísa Jónsdóttir Soffía Hjördís Ólafsdóttir

Helga Rut Svanbergsdóttir

Dóra Guðlaug Árnadóttir

 

Stofnfélagar fagdeildarinnar:

Birna Guðmundsdóttir, Páll Ólafsson, Þorsteinn Sveinsson, Hulda Gunnarsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir, Gunnlaug Thorlacius, Hanna Björg Héðinsdóttir, Hrund Óskarsdóttir, Þórarinn Þórsson, Steinhildur Sigurðardóttirog Jóna Margrét Ólafsdóttir.

Ályktanir stofnfundar

“Endurhæfing vímuefnaneytenda er mikilvæg.” Ályktun stjórnar Fagdeildar félagsráðgjafa í áfengis og – vímuefnaráðgjöf

Rannsóknir hafa sýnt að ein afleiðing atvinnuleysis er aukin neysla vímuefna og í kjölfarið aukast afbrot og líkamlegt og andlegt ofbeldi. Þessu er einnig öfugt farið og vímuefnasýki veldur því að viðkomandi einstaklingur fellur út af vinnumarkaði eða kemst aldrei inná vinnumarkaðinn.

Mikilvægt er að stjórnvöld styðji við og efli atvinnutengda endurhæfingu fyrir vímuefnasjúklinga til að sporna við endurkomum í meðferðir og fangelsi en 70% fanga glíma við vímuefnasýki. Vímuefnasjúklingum sem fara á örorku fer fjölgandi og hver einstaklingur sem fer á örorku um þrítugt kostar þjóðfélagið um 155 milljónir.

Stór hópur einstaklinga sem kemur úr meðferð eða fangelsi þarf aðstoð við að fóta sig á ný í samfélaginu, byggja upp atvinnuþrek, vinnufærni, þekkingu, ný áhugamál og byggja aftur upp traust við fjölskyldu.

Fagdeild félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnaráðgjöf skorar á stjórnvöld að efla stuðning við þá aðila sem starfa við atvinnutengda endurhæfingu fyrir vímuefnasjúklinga með það að markmiði að stemma stigu við við aukningu á vímuefnaneyslu og afbrotum.

“ Samvinna fagaðila, skóla og foreldra er nauðsynleg.“ Ályktun stjórnar Fagdeildar félagsráðgjafa í áfengis og – vímuefnaráðgjöf

Mikilvægt er efla forvarnarfræðslu í skólum. Þar er börnum og unglingum kennt að takast á við vandamál og erfiðleika á heilbrigðan hátt.
Rannsóknir sýna fram á að með öflugum forvörnum hefur dregið úr vímuefnaneyslu unglinga. Á tímum samdráttar í samfélaginu má ekki draga úr þessum þætti í námi barna og unglinga.

Samvinna fagaðila, skóla og foreldra er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu unglinga. Samfelld forvarnarfræðsla á öllum stigum skólakerfisins er eitt af því mikilvægasta sem stjórnvöld geta stutt við á erfiðleikatímum og mun til lengri tíma litið skila samfélaginu heilbrigðari þegnum með færri vandamál.