
Aðventufundur Félagsráðgjafafélags Íslands er að þessu sinni haldin í samstarfi við fagdeild í heilbrigðisþjónustu og beinum við sjónum að stöðu fólks með geðrænar áskoranir. Yfirskriftin er: ,,Mannréttindi fyrir öll“ með áherslu á hvernig tryggjum við mannrétti fólks með geðrænar áskoranir og hvaða áhrif hefur sú alvarlega staða sem er í húsnæðismálum á þjónustu við þennan hóp.
Í lok fundarins bjóðum við til þátttöku í heimildarmynd sem FÍ er að láta gera í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. María Björk Ingvadóttir verður á staðnum með upptökutæki þar sem þið komið í mynd, segið nafn og hvar þið starfið. Hvetjum öll til að taka þátt í myndini með okkur.