Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands 21. mars 2017 – Kosið skal um þrjár stöður í stjórn FÍ á aðalfundi 2017

By febrúar 1, 2017september 8th, 2021No Comments

Kæru félagsráðgjafar!

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn

  1. mars 2017 sem er alþjóðadagur félagsráðgjafa 2017.

Dagskráin hefst kl. 14:30 og gert er ráð fyrir að henni ljúki kl. 16:00.

Kaffiveitingar verða í boði

Dagskrá aðalfundar er skv. 9. gr. laga Félagsráðgjafafélags Íslands

  1. Fundur settur.
  2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
  3. Staðfest lögmæti fundarins.
  4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
  5. Tillögur og áætlanir um störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
  6. Ársreikningar félagsins, vísindasjóðs og kjaradeilusjóðs lagðir fram til samþykktar.
  7. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall
    stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
  8. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
  9. Lagabreytingar.
  10. Kjör í stjórn félagsins og fastanefndir.
  11. Önnur mál.

Fundi slitið

STJÓRN FÍ LEGGUR ENGAR LAGABREYTINGATILLÖGUR FRAM AÐ ÞESSU SINNI

Fulltrúi í stjórn til tveggja ára.

Fulltrúi í stjórn til tveggja ára.

Fulltrúi í stjórn til tveggja ára.

Hervör Alma Árnadóttir býður sig fram til endurkjörs til tveggja ára.
Katrín Guðný Alfreðsdóttir býður sig fram til tveggja ára.
Arndís Tómasdóttir býður sig fram til tveggja ára.

Kjör í fastanefndir félagsins vísindanefnd og siðanefnd fer fram á aðalfundi til tveggja ára í senn. Nefndarmenn þessara nefnda voru kosnir fyrir ári síðan til tveggja ára og sitja því til aðalfundar 2018.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ hafi samband við formann félagsins, maria@felagsradgjof.is.

Við minnum á að allir félagsmenn í Félagsráðgjafafélagi Íslands geta boðið sig fram á aðalfundi!

AÐALFUNDARGÖGN 2017

Skýrslur fagdeilda