Kosningar fóru fram á þremur stöðum, í Borgartúni, á Suðurlandi og á Norðurlandi. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn FÍ og óskum við þeim til hamingju með kjörið:
- Guðlaug M. Júlíusdóttir
- Hervör Alma Árnadóttir
- Steinunn Bergmann
Við þökkum fráfarandi stjórnarfólki fyrir þeirra störf í þágu félagsins okkar!
Gögn frá aðalfundi eru hér.
Málþing
Fyrir aðalfund var málþing í tilefni alþjóðadags félagsráðgjafa undir yfirskriftinni: Félagsráðgjöf, félagslegt og efnahagslegt jafnrétti. Samstarfshópur um enn betra samfélag kynnti niðurstöður skýrslunnar, Farsæld: Baráttan gegn fátækt á Íslandi.
Félagsráðgjafi ársins 2013
Í fundarhléi var tilkynnt um félagsráðgjafa ársins 2013 en í ár bárust átta tilnefningar og voru níu félagsráðgjafar tilnefndir:
Andrea Margeirsdóttir, Barnabros
Anna Dóra Sigurðardóttir, Landspítala
Félagsráðgjafar í samstarfshópi um enn betra samfélag:
- Birna Sigurðardóttir
- Halldór S. Guðmundsson
- Vilborg Oddsdóttir
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Dagsetri
Helga Lind Pálsdóttir, barnavernd í Árborg
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, skrifstofu Velferðarsviðs
Valgerður Halldórsdóttir, Stjúptengslum
Félagsráðgjafar ársins voru tveir í ár, þær Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir.
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju og öllum þeim sem tilnefndir voru!