Dagskrá aðalfundar 2014:
Kl. 13:00-14:00: Fræðslufundur í tilefni alþjóðadags félagsráðgjafa 2014:
Öryggi í störfum félagsráðgjafa, forvarnir og viðbrögð.
Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á LSH segir frá öryggisstefnu og áætlun á LSH og Helga Sigurjónsdóttir segir frá öryggismálum á Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Kl. 14:00-14:20: Kaffihlé.
Kl. 14:20-16:20: Hefðbundin aðalfundarstörf sbr. 9. grein laga Félagsráðgjafafélags Íslands.
Stjórn FÍ gerir ekki tillögur að lagabreytingum í ár og ekki hafa borist tillögur til lagabreytinga frá félagsmönnum.
Lög félagsins eru [hér] (http://felagsradgjof.is/Stjorn/Lg_flagsins/).
Á aðalfundinum verður kosið um sæti í stjórn félagsins og einnig fulltrúa í fastanefndir.
Ekki er kosið um formann að þessu sinni en sitjandi formaður á eftir 2 ár af kjörtímabili sínu.
Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn félagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Maríu Rúnarsdóttur, formann: maria@felagsradgjof.is /sími: 699 5111.
Við minnum á að allir félagsmenn í Félagsráðgjafafélagi Íslands geta boðið sig fram í hvaða stöður sem er á aðalfundi!
Skýrslur og reikningar lagðar fram á aðalfundi 2014: