Skip to main content
Fréttir

Lagst gegn niðurskurði á grunnvelferðarþjónustunni

By apríl 19, 2017No Comments

Lagst gegn lokunum og gjöldum á grunnvelferðarþjónustuna – Ályktun stjórnar Félagsráðgjafafélgs Íslands 7.janúar 2009

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af þróun sparnaðar og aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem virðast koma niður á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Stjórnin harmar aðgerðir eins og að innheimt sé gjald af þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inná sjúkrahús, að tekið sé komugjald fyrir þau börn sem koma á bráðamóttöku barna á Landsspítalanum og að dagdeild geðdeildar sjúkrahússins á Akureyri sé lögð niður. Stjórn FÍ óttast að með þessu og með hækkun gjalda af ýmsu tagi í heilbrigisþjónustu sé verið að gefa tóninn fyrir komandi niðurskurð í grunnvelferðarþjónustu samfélagsins. Stjórn FÍ skorar á stjórnvöld að sjá til þess að sparnaðaraðgerðir komi sem minnst niður á börnum, öldruðum, veikum og öðrum sem minna mega sín.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að fordæma hernaðaraðgerðir sem fela í sér að börn og saklaust fólk eru skotmörk, að fólk sé án matar og að lokað sé fyrir flutninga á lyfjum og öðrum gögnum til sjúkrahúsa til að hlúa að særðum og deyjandi.