Skip to main content
Fréttir

Starfsdagur fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd – Brunalykt í barnavernd?

By maí 2, 2018No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd heldur sinn árlega starfsdag þann 9. maí og verður hann í Haukahúsinu, Ásvöllum. Yfirskrift starfsdagsins í ár er Brunalykt í barnavernd? 

Dagskrá

9:00 – Húsið opnar, skráning og kaffibolli

9:30 – 11:30
"Hættur í starfi félagsráðgjafa: Ógnanir og ofbeldi" – Björn Már Sveinbjörnsson Brink
"Þessar bakvaktir eru svo algjörlega óútreiknanlegar: Bakvaktir félagsráðgjafa hjá barnaverndarnefndum á íslandi" – María Bjarnadóttir.
Umræður

11:30-12:30 Matur frá Brikk í Hafnarfirði

12:30 – 14:30 Dr. Haukur Ingi Jónasson verður með vinnustofu um kulnun í starfi.

14:30- 15:00 Kaffi

15:00-15:30 Samantekt og umræður

15:30 Uppistand og happyhour

Verð er 3500 krónur. Innifalið er hádegismatur og kaffi auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar í lok dags.

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan og greiðið þátttökugjald, athugið að ljúka verður við skráningu svo hún sé gild.