Skip to main content
Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa í stjórnun – Fræðslufundur um Lean Management, straumlínustjórnun

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa í stjórnun heldur fræðslufund fimmtudaginn 15. maí kl. 12 – 13:00 að Borgartúni 6, 3. hæð.

Viðfangsefni fundarins er Lean Management eða Straumlínustjórnun.

Sagt verður frá hugmyndafræði Lean Management (straumlínustjórnunar) á „mannamáli“. Helstu aðferðir Lean Management, sem fyrirtæki hér á landi eru að nota, verða kynntar og gerð grein fyrir hvernig stjórnendur geta nýtt sér þessa hugmyndafræði. Dæmi verða tekin um hvaða árangri stjórnendur hafa náð með þessum aðferðum.

Fyrirlesari er Þórunn M. Óðinsdóttir, en hún hefur starfað sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007. Á þeim tíma hefur Þórunn aðstoðað hin ýmsu fyrirtæki og stjórnendur til að ná auknum árangri með hugmynda – og aðferðafræði Lean, bæði með umfangsmeiri og smærri umbótaverkefnum, þjálfun starfsmanna og kynningum fyrir hópa og stjórnendur. Þórunn er einn af stofnendum Lean faghópsins í Stjórnvísi og hefur stýrt hópnum síðustu ár.

Veitingar í boði á fundinum!

Fagdeild félagsráðgjafa í stjórnun

Skráning á Google.doc