Morgunverðarfundur félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólk verður fimmtudaginn 7. apríl kl. 8:30 til 10:30.
Fimmtudaginn 7. apríl nk ætlar fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks að vera með morgunverðarfund í salnum í BHM Borgartúni 6. Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi MA og dr. Tryggvi Sigurðsson starfsmenn Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins mæta og kynna Mat á stuðningsþörf barna (SIS-C). Í framhaldi af kynningunni verða umræður. Fundurinn hefst kl. 8:30 og verður morgunverður í boði.
Ef þú hefur áhuga á því að mæta þætti okkur vænt um að þú myndir senda staðfestingartölvupóst á hronnbj@greining.is svo við vitum hversu margir verða í morgunmatnum.
Á fundinum munu einnig fara fram stjórnarskipti í fagdeildinni. Við höfum verið fimm í stjórninni hingað til, miðað við að maður sitji 2 tímabil þá erum við tvær sem ætlum að halda áfram og þrjár fara út. Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur í stjórn þá endilega taktu það líka fram í tölvupóstinum til Hrannar.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Kveðja
Stjórnin