Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu boðar til morgunverðarfundar til að ræða störf deildarinnar á komandi starfsári. Eru félagsráðgjafar hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á störf deildarinnar og bjóða sig fram í fagráðið til að leiða vinnuna.
Þau eru mörg málefnin sem hægt er að ræða og hafa félagsráðgjafar á Fjölskyldusviði Akureyrarbæjar tekið saman nokkur atriði þar sem er samstarfsflötur og umræðugrundvöllur fyrir fagdeildina:
• Nýjar reglur varðandi sérstakan húsnæðisstuðning
• Samstarf félagsþjónustunnar við Virk
• Hvort sveitarfélög gera samning um meðferð máls
• Er byrjað að taka við og afgreiða umsóknir rafrænt. Ef svo er hver er reynslan
• Er unnið sérstaklega með fátækum barnafjölskyldum
Fundurinn verður mánudaginn 10. apríl í Borgartúni 6, 3. hæð frá kl. 9-10.30. Boðið verður upp á streymi og verður viðburður settur upp á hér á heimasíðu BHM: https://livestream.com/bhm