Skip to main content
Fréttir

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa 28. til 30. maí 2017

By janúar 15, 2017september 8th, 2021No Comments

Kæru félagsráðgjafar!

Skráning er hafin á IFSW European Conference 2017 – Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa, sem Félagsráðgjafafélagið skipuleggur í samstarfi við IFSW Europe dagana 28. til 30. maí 2017.

Ráðstefnan verður haldin í Hörpu og er undirbúningur hennar í fullum gangi.

Nú er skráning hafin á ráðstefnuna og hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands ákveðið að styrkja félagsmenn um kr. 15.000, þ.e.a.s. niðurgreiða þátttökugjaldið sem þessu nemur ef þeir skrá sig hér

Þátttökugjald er 49 þúsund krónur til 20. mars en þá hækkar það í 59 þúsund krónur og styrkir Félagsráðgjafafélagið alla þá félagsmenn sem skrá sig fram til 5. maí en þá hækkar gjaldið í 82 þúsund krónur sem er almennt skráningargjald.

Við bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldinu og ferðum ef þörf er á innanlands til Starfsþróunarseturs og/eða Starfsmenntasjóðs BHM en á tveggja ára tímabili öðlast félagsmenn sem greitt er í þessa sjóði fyrir alls kr. 470.000.