Stjórn fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd stendur fyrir starfsdegi barnaverndarstarfsmanna föstudaginn 28. apríl n.k., frá kl. 8:30-14:30.
Dagurinn verður haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ og eru allir barnaverndarstarfsmenn velkomnir.
Dagurinn ber yfirskriftina:
Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum. Samstarf barnaverndar við lögreglu, Barnahús og dómstóla. Erum við á réttri leið?
Fram munu koma:
Barnavernd Reykjavíkur – Guðrún Marinósdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri
Barnahús – Kristín Berta Guðnadóttir félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi og Þorbjörg Sveinsdóttir
MSc sálfræði og sérhæfður rannsakandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu – Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Marta Kristín Hreiðarsdóttir frá upplýsinga og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögmaður sem tekur að sér starf réttargæslumanns barna – Þyrí Steingrímsdóttir hrl
Héraðsdómur Reykjavíkur – Sigríður Hjaltested héraðsdómari
Þátttökugjald er 3.300 kr og innifalið í þátttökugjaldi er morgun- og hádegisverður.
Skráning fer fram hér