Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands er skipuð sjö félagsráðgjöfum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Formaður er kosinn sérstaklega til fjögurra ára og er hann í fullu starfi út kjörtímabilið fyrir félagið. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír á ári hverju. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.
Stjórn félagsins
Steinunn Bergmann
félagsráðgjafi, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Steinunn útskrifaðist frá Háskóla Íslands (HÍ) með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði árið 1995 og starfsréttindi í félagsráðgjöf árið 1996. Hún lauk diplomanámi í barnavernd við Endurmenntun HÍ árið 2001, MPA námi frá HÍ árið 2010 og hlaut sérfræðiréttindi í barnavernd árið 2017. Steinunn starfaði hjá Félagsmálastofnun/Félagsþjónustu/Velferðarsviði Reykjavíkur frá 1992 til 2007 og hjá Barnaverndarstofu frá 2007 til 2019. Steinunn hefur jafnframt sinnt stundakennslu við HÍ frá árinu 2006. Þá hefur Steinunn sinnt trúnaðarstörfum fyrir FÍ frá árinu 1996, var m.a. í kjaranefnd, ritnefnd NSA, stjórn Vísindasjóðs FÍ, stjórn FÍ og varaformaður FÍ tímabilið 2013-2017. Hún tók við formennsku FÍ þann 29. apríl 2019. Steinunn er gift og á fjögur börn.
Netfang Steinunnar er: steinunn@felagsradgjof.is
Kristín Þórðardóttir
félagsráðgjafi og varaformaður FÍ
Kristín starfar á Landspítalanum en vann áður á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í félagsráðgjöf 2012 og MA-gráðu til starfsréttinda 2014. Eftir útskrift vann hún hjá félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs við almenna félagsráðgjöf og barnavernd. Árið 2015 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg fyrst hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem félagsráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks; árin 2019 – 2020 hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem félagsráðgjafi í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, en þar var um að ræða félagslega ráðgjöf þvert á borgina um hugmyndafræðina húsnæði fyrst (Housing first) og skaðaminnkun; og frá 2020 hefur Kristín starfað hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem félagsráðgjafi í ráðgjafadeild með sérhæfingu í málefnum fólks sem glímir við heimilisleysis og/eða vímuefnavanda, með áherslu á skaðaminnkun. Frá árinu 2019 hefur Kristín verið talsmaður fagdeildar félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnamálum.
Netfang Kristínar er: kristinth@landspitali.is
Arndís Tómasdóttir
félagsráðgjafi og gjaldkeri stjórnar
Arndís útskrifaðist með BA próf í félagsráðgjöf árið 2008 og lauk síðan MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf vorið 2010. Eftir útskrift hóf hún störf hjá félagsþjónustunni í Árborg og var aðalstarf hennar í barnavernd. Sumarið 2012 færði hún sig yfir til Vinnumálastofnunar Suðurlandi þar hafði hún yfirumsjón með ráðgjöf til atvinnuleitenda á Suðurlandi ásamt því að skipuleggja og þróa úrræði, halda námskeið og taka þátt í þverfaglegri vinnu innan og utan stofnunar. Í byrjun árs 2018 færði hún sig yfir til VIRK starfsendurhæfingu á Suðurlandi og starfar þar í dag við ráðgjöf til einstaklinga í endurhæfingu.
Arndís kom inn í stjórn Félagsráðgjafafélagsins vorið 2017 en hefur áður komið að vinnu í kjaramálum félagsins og setið í bakhópum vegna kjara- og stofnanasamninga bæði fyrir ríki og sveitarfélög.
Arndís er gift og á tvö börn.
Netfang Arndísar er: arndist@gmail.com
Ásta Kristín Benediktsdóttir
félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur
Ásta Kristín útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA gráðu í félagsfræði árið 1994 og starfsréttindi í félagsráðgjöf árið 1995. Hún lauk diplómagráðu í rekstrar- og viðskiptafræði frá endurmenntun HÍ árið 2003, MBA gráðu frá HÍ árið 2012 og diplómagráðu í félagsráðgjöf á sviði fjölmenningar, málefna innflytjenda og flóttafólks frá HÍ árið 2019. Ásta Kristín hlaut sérfræðiréttindi á sviði félagsþjónustu árið 2021. Ásta Kristín starfaði hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík á árunum 1995-1998. Hún var félagsmálastjóri hjá Sveitarfélaginu Álftanesi á árunum 1998-2008 og starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri FÍ 1998-1999. Á árunum 2008-2023 starfaði hún hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Ásta Kristín starfar í dag á Landspítalanum.
Ásta Kristín er gift og á fjóra syni.
Netfang Ástu Kristínar er: astakristin1967@gmail.com
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur
Guðrún Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í félagsfræði vorið 2004 og starfsréttindi í félagsráðgjöf vorið 2006. Guðrún Þorgerður hefur ennfremur lokið viðbótardiplómu í réttarfélagsráðgjöf árið 2007 og í áfengis- og vímuefnafræðum árið 2017. Eftir útskrift árið 2006 hóf hún störf hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og starfaði þar til ársins 2008. Frá árinu 2009 til 2019 starfaði Guðrún Þorgerður með einstaklingum með flókin og fjölþættan vanda hjá Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar. Í dag starfar Guðrún Þorgerður á Áfangaheimilinu Brautinni og í endurhæfingarúrræðinu Grettistak hjá Reykjavíkurborg. Guðrún Þorgerður hefur setið í fagdeild félagsráðgjafa í Áfengis- og vímuefnamálum og í bakhóp vegna kjarasamninga.
Guðrún Þorgerður er gift og á tvo syni.
Netfang Guðrúnar Þorgerðar er: gudrun.th.agustsdottir@reykjavik.is
Hafdís Gísladóttir
félagsráðgjafi og ritari stjórnar
Hafdís starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu og starfsréttindi í félagsráðgjöf árið 2006 og lauk diplomanámi í Barnavernd árið 2010 við Háskóla Íslands. Hafdís fór eftir útskrift austur á hérað og vann hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um tíma. Þar hafði hún yfirumsjón með þjónustu við eldri borgara, húsnæðismálum og sinnti einnig málefnum á sviði barnaverndar og almennri félagslegri ráðgjöf. Í lok árs 2007 vann Hafdís á meðferðarheimilinu Hvítárbakka fyrir unglinga sem var lagt niður snemma árs 2008. Þá fór Hafdís til starfa á þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Auk þess að sinna almennri félagslegri ráðgjöf var hún unglingaráðgjafi og kom að samstarfi við íþrótta og tómstundaráð og unglingadeildir í grunnskólum hverfisins með aðaláherslu á forvarnarstarf. Árið 2011 hóf Hafdís störf hjá Barnavernd Reykjavíkur og starfar þar við að halda utan um málefni fósturbarna og fósturfjölskyldna. Hafdís er gift og eiga þau til samans þrjú börn.
Netfang Hafdísar er: hafdis.g.gisladottir@reykjavik.is
Valgerður Halldórsdóttir
félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur
Valgerður útskrifaðist með BA próf í stjórnmálafræði 1988, Kennslu- og uppeldisfræði HÍ/kennsluréttindi 1994, starfsréttindum í félagsráðgjöf árið 1998, meistaraprófi í félagsráðgjöf 2006 (MSW í fjölskylduráðgjöf og MA ritgerð). Hún hefur jafnframt lokið fjölda annarra námskeiða s.s. í stjórnsýslufræðum, sáttamiðlun, blaða- og fréttamennsku og á sviði félagsráðgjafar. Hún var lengi starfandi framhaldsskólakennari í FB og MS, jafnframt sem skólafélagsráðgjafi í MS, Setbergsskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði. Valgerður var framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélagsins 2007 til 2012 og aðjúnkt við Háskóla íslands. Í dag er hún sérfræðingur í málefnum barna og sáttamaður hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið með eigin stofu Vensl ehf. og haldið úti heimasíðunni stjuptengsl.is Hún er höfundur bókarinnar Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl. Valgerður hefur einnig verið pistlahöfundur, unnið fyrir barnaverndarnefndir og haldið fjöldan allan af námskeiðum og fyrirlestrum.
Netfang Valgerðar er: stjuptengsl@stjuptengsl.is