Í A-hluta vísindasjóðs renna 90% þeirrar upphæðar sem vinnuveitendur greiða í sjóðinn og sú upphæð er öll greidd út í febrúar ár hvert til þeirra félagsmanna sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð og fá þeir þá upphæð úthlutaða að frádregnum 10%, sem lagðar verða inn á reikning B-hluta sjóðsins.
Upphæðin er ætluð til:
a) framhalds- endurmenntunarkostnaðar,
b) ferða- og dvalarkostnaðar vegna ráðstefna, námskeiða og námskeiðsgjalda.
Árleg úthlutun úr sjóðnum kemur fram á skattskýrslu. Hægt er að færa inn upphæðina til frádráttar í reit 149 á skattframtalinu ásamt því að fylla út meðfylgjandi greinargerð. Því er gott að geyma kvittanir sem tengjast framhalds- og endurmenntunarkostnaði og ferða- og dvalarkostnaði vegna námskeiða og ráðstefna.