Almennir skilmálar við skráningu á viðburðI FÍ
- Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað.
- Þú færð kvittun senda á netfangið sem þú gefur upp.
- Ef viðburður fellur niður þá fá eigendur miða fulla endurgreiðslu á miðanum.
- Ef dag- eða tímasetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dag/tímasetningu. Ef ný dag/tímasetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu sé látið vita eigi síðar en daginn áður en viðburður er dagsettur.
- Með kaupum á miða á viðburði samþykkir þú að fá sendan tölvupóst, svo sem upplýsingar um viðburðinn eða þjónustu tengda honum. Ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki samþykkja þetta þá getur þú haft samband við skrifstofu FÍ.
- Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög, persónuverndarstefna FÍ er aðgengileg á forsíðu FÍ undir flipanum félagið.