Félagsráðgjafatal A-F frá 2007

Andrea Baldursdóttir f. 7. janúar 1977 á Akureyri.
Foreldrar: Baldur Ellertsson f. 15. október 1948 og Helga Bryndís Gunnarsdottir f. 2. desember 1949.
Systkin: Jónas Baldursson f. 9. september 1965, Halldór Reykdal Baldurssson f. 27. júní 1968, Jóhannes Baldursson f. 21. nóvember 1971, Ásta Björk Baldursdóttir f. 20. október 1974 og Ellert Baldursson f. 2. desember 1982.
Nám: Stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1997. Félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2007. Diploma í fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2011.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á krabbameinsdeildum LSH sumarið 2007. Félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur 2007 – 2011. Félagsráðgjafi á geðsviði LSH frá 2011.
Ritstörf: BA-ritgerð: Brostin Bönd.
Maki: Andri Sveinsson.
Börn: Baldur Stefánsson, Hugrún Helga Stefánsdóttir og Sveinn Andrason.

Aníta Kristjánsdóttir f. 19. maí 1992 á Selfossi.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands 2011. BA í félagsráðgjöf 2014 og MA-próf til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Aðstoðarkennari hjá félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Uppeldis- og meðferðarfulltrúi hjá Unglingasmiðjunni Stíg hjá Reykjavíkurborg frá 2014.
Ritstörf: BA-ritgerð: Fjölskyldur samkynhneigðra foreldra. MA-verkefni: Þekking, beiting og viðhorf fagfólks til aðferða hópvinnu.

Arna Arinbjarnardóttir f. 29. desember 1986 í Reykjavík.
Foreldrar: María Ingibjörg Kristjánsdóttir f. 13. október 1963 og Arinbjörn Vilhjálmsson f. 14. febrúar 1963.
Systkin: Þorsteinn Arinbjarnarson f. 3. apríl 1992, Steinunn Arinbjarnardóttir, f. 24. september 1994 og Mæja litla f. 3. apríl 2015.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2008. BA í félagsráðgjöf 2013 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2015.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts frá 2015.
Ritstörf: BA-ritgerð: Gagnkynhneigð er ekki eðlileg, hún er algeng: Áherslur í kynfræðslu og jákvætt starf með samkynhneigðum. MA- verkefni: Einkenni mála í þjónustu á göngudeild BUGL: Fjölskyldugerð, tilvísunarástæður, fyrri þjónusta o.fl.
Félags- og trúnaðarstörf: Sat í stjórn leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð, 2006-2007. Sat í stjórn Mentors, nemendafélag félagsráðgjafanema frá 2009-2010, fyrst sem nýnemi svo sem gjaldkeri. Sat í trúnaðarráði Samtakanna ´78 frá 2013-2014.
Maki: Eva Jakobsdóttir.
Börn: Þruma og Elding.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: María Kristjánsdóttir – móðir.

Anna Guðrún Halldórsdóttir f. 5. júní 1986 í Reykjavík.
Foreldrar: Sunna Einarsdóttir f. 2. mars 1962 og Halldór Höskuldsson f. 30. október 1958.
Systkin: Jón Eðvald Halldórsson f. 4. júní 1980.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 2006. BA í félagsráðgjöf 2010 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2012.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á geðsviði LSH 2012-2015. Félagsráðgjafi á velferðarsviði Kópavogsbæjar frá 2015.
Ritstörf: BA-ritgerð: Forprófun á CANE. MA-verkefni: Viðhorf og afdrif brautskráðra BA nema frá 2008 til 2011.
Félags- og trúnaðarstörf: Í samninganefnd FÍ 2015-2016. Trúnaðarmaður félagsráðgjafa hjá Kópavogsbæ frá 2016.

Anna Rós Jensdóttir f. 1. janúar 1969 á Akranesi.
Foreldrar: Jens Ingi Magnússon f. 22. júlí 1943 og Anna Hannesdóttir f. 16. nóvember 1945.
Systkin: Unnar Eyjólfur Jensson f. 26. maí 1966, Guðjón Ingi Jensson f. 1. desember 1969 og Garðar Kristinn Jensson f. 15. febrúar 1978.
Nám: Tækniteiknari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2009. Keilir-háskólabrú 2011. BA í félagsráðgjöf 2014 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Deildarstjóri hjá Skammtímavistun að Hólabergi 86 fyrir einhverf börn og ungmenni. Félagsráðgjafi hjá Barnavernd, fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar frá 2016. Einnig aðstoðarkennari við Félagsráðgjafardeild HÍ.
Ritstörf: BA-ritgerð: Skömm: hin dulda meingjörð. MA-verkefni: Verklag félagsráðgjafa og aðgengi að þjónustu þeirra á klínískum sviðum Landspítala háskólasjúkrahúss.
Börn: Lilja Björk Ásgrímsdóttir, Bergþór Dagur Ásgrímsson, Ástrós Erla Guðlaugsdóttir og Birgir Guðlaugsson.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: Eyrún Unnur Guðmunsdóttir félagsráðgjafi – systkinabörn

Anna Sigríður Jónsdóttir f. 9. janúar 1963 á Húsavík.
Foreldrar: Jón Ágúst Bjarnason f. 6. nóvember 1944 og Guðrún Sigtryggsdóttir f. 24. janúar 1944.
Systkin: Brynjar Freyr Jónsson f. 5. mars 1965.
Nám: Sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1985. Keilir- háskólabrú 2008. BA í félagsráðgjöf 2013 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar frá 1. júní 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Áfengissýki. MA-verkefni: Karlasmiðjan: Afdrif þátttakenda í Karlasmiðjunni.
Börn: Guðrún Sædís Harðardóttir, Jón Ágúst Eyjólfsson, Einar Ómar Eyjólfsson og Elín Björg Eyjólfsdóttir.

Arndís Tómasdóttir f. 3. september 1981 á Hvammstanga.
Foreldrar: Sigrún Erna Sigurjónsdóttir f. 1. apríl 1943 og Tómas Gunnar Sæmundsson f. 30. mars 1945.
Systkin: Sigurjón Tómasson f. 18. ágúst 1975 og Þorgerður Tómasdóttir f. 7. október 1978.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. BA í félagsráðgjöf 2008 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2010.
Starfsferill: Félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu Árborgar 2010-2012. Félagsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun Suðurlandi frá 2012.
Ritstörf: BA-ritgerð: Líðan lögreglumanna út frá starfsumhverfi: Er þörf á félagsráðgjafa? MA-verkefni: Barnaverndarnefndir á Íslandi: Rannsókn á bakgrunni og viðhorfi nefndarmanna ásamt sjónarhorni starfsmanna.
Félags- og trúnaðarstörf: Sjálfboðaliði hjá hjálparsíma Rauða krossins 1717, 2007 – 2008. Sjálfboðaliði sem Mentor í Mentorverkefni félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands 2009. Sat ég í stjórn Ólafíu, félagi framhaldsnema í félagsráðgjöf, gegndi þar stöðu deildarfulltrúa og var í deildarráði félagsráðgjafardeildar HÍ 2009-2010. Var í bakhópi kjaranefndar FÍ fyrir kjarasamninga árið 2011, einnig 2012-2013 og 2014-2016.
Maki: Frímann Birgir Baldursson.
Börn: Tómas Birgir Frímannsson.

Arnrún Sveinsdóttir f. 14. desember 1979 á Húsavík.
Foreldrar: Sveinn Pálsson f. 21. október 1947 og Margrét Höskuldsdóttir f. 7. mars 1959.
Systkin: Birkir Sveinsson f. 29. nóvember 1987 og Börkur Sveinsson f. 12. apríl 1991.
Nám: Stúdent frá Framhaldsskólanum á Húsavík 1999. BA og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2008.
Starfsferill: Forstöðukona á áfangaheimili fyrir fötluð ungmenni 2008-2011. Félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, síðar Þjónustum. Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða frá 2011.
Ritstörf: BA-ritgerð: Félagsráðgjöf á Íslandi, staða félagsráðgjafa og viðhorf til fagþróunar og framtíðar greinarinnar.
Maki: Aðalbjörg Birna Jónsdóttir.
Börn: Unnar Steinn Aðalbjargar Arnrúnarson.

Ásgeir Pétursson f. 17. maí 1984 í Reykjavík.
Foreldrar: Pétur Ásgeirsson f. 21. september 1960 og Hendrikka J. Alfreðsdóttir f. 11. janúar 1958.
Systkin: Alfreð Ingvar A. Pétursson f. 25. nóvember 1986, Pétur Óli Pétursson Anderson f. 23. apríl 1990 og Linda Þórey Pétursdóttir f. 18. apríl 1993.
Nám: Stúdent frá Flensborgarskóla 2007. BA í félagsráðgjöf 2012 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2014.
Starfsferill: Sérfræðingur í velferðarþjónustu, Hringbraut 121, 2014-2015. Sérfræðingur í velferðarþjónustu, Vettvangs- og ráðgjafateymi í málefnum utangarðsfólks 2015-2017. Forstöðumaður í Gauraflokki, sumarbúðum fyrir drengi með ADHD og skildar raskanir 2013-2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Sakhæf börn. Fullnusta refsinga og úrræði sem í boði eru. MA-verkefni: Vímuefnaneysla og önnur áhættuhegðun unglinga með þroskahömlun.
Félags- og trúnaðarstörf: Varaformaður Mentors, félags félagsráðgjafanema.
Viðurkenningar: MA-verkefni tilnefnt sem framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi.
Maki: Bára Sigurjónsdóttir.

Ásta Jóna Ásmundsdóttir f. 29. mars á Akranesi.
Nám: BA og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2007.
Starfsferill: Krabbameinslækningadeildir LSH 2007. Geðdeild LSH að Kleppi 2007-2012 og Barnavernd á Akranesi frá 2012.
Maki: Sigurður Ólafsson.
Börn: Ólafur Frímann og Sigríður Gunnjóna.

Ásta Guðmundsdóttir f. 30. mars 1982 á Akranesi.
Foreldrar: Stefanía Gissurardóttir f. 21. desember 1960 og Guðmundur Helgi Magnússon f. 26. mars 1958.
Systkin: Sólveig Ásgeirsdóttir f. 8. apríl 1984, Petra Landmark Guðmundsdóttir f. 2. ágúst 1989, Aldís Ásgeirsdóttir f. 30. september 1992 og Bjartur Guðmundsson f. 3. mars 1993.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 2002. BA í félagsráðgjöf 2010 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2012.
Starfsferill: Fíknigeðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss maí 2012 – júlí 2014. Landakot, öldrunardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss frá júlí 2014.
Ritstörf: BA-ritgerð: Vistunarmat og málefni aldraðra. MA-verkefni: Umönnunaraðilar aldraðra: Álag og viðhorf þeirra til þjónustu við aldraða.
Grein sem birtist í: Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Álag á umönnunaraðila aldraðra og viðhorf þeirra til þjónustu. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012. Höfundar greinar: Ásta Guðmundsdóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir.
Félags- og trúnaðarstörf: Fræðslufulltrúi Ólafíu – félag framhaldsnema í félagsráðgjöf veturinn 2010-2011. Er í fræðslunefnd Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum – RHLÖ.
Maki: Hallur Ingi Pétursson f. 1. júlí 1982.
Börn: Helgi Stefán Hallsson f. 22. mars 2007 og Erla Kristín Hallsdóttir f. 11. október 2013.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: Guðný Hildur Magnúsdóttir – föðursystir. Harpa Ásdís Sigfúsdóttir – systurdóttir ömmu.

Ástríður Halldórsdóttir f. 19. febrúar 1980 í Kaupmannahöfn.
Foreldrar: Halldór Kristján Júlíusson f. 2. desember 1948 og Ólína Guðmundsdóttir f. 13. júní 1957.
Systkin: Þórhildur Halldórsdóttir f. 7. október 1983 og Ragnheiður Halldórsdóttir f. 15. júlí 1988.
Nám: Stúdent frá Fjölbraut Ármúla 2005. BA í félagsráðgjöf 2012 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2015.
Starfsferill: Tryggingastofnun Ríkisins frá 2015.
Ritstörf: BA-ritgerð: Algengni húðkroppunaráráttu og líkamsmiðaðra áráttuhegðana meðal íslenskra háskólanema. MA-verkefni: Hefbundin meðferð eða skaðaminnkandi nálgun: Hver eru viðhorf og þekking félagsráðgafanema?
Félags- og trúnaðarstörf: Sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði, Rauði Krossinn.
Maki: Jóhann Guðmundsson.
Börn: Halldór Kristján Jóhannsson og Elísabet Þórhildur Jóhannsdóttir.

Bára Daðadóttir f. 5. febrúar 1983 á Akranesi.
Foreldrar: Daði Halldórsson f. 3. ágúst 1959 og Kristrún Sigurbjörnsdóttir f. 14. nóvember 1961.
Systkin: Hjalti Daðason f. 1. nóvember 1984 og Leó Daðason f. 12. október 1990.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 2002. BA í félagsráðgjöf 2008 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Ráðgjafi hjá Kópavogsbæ 2014-2015. Félagsráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Vesturlands og Endurhæfingarhúsinu HVER frá 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Samspil samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og landsréttar. MA-verkefni: „Í dag gekk vel og boltinn fór að rúlla….“ Líðan og aðstæður ungra kvenna sem framfleyta sér á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Félags- og trúnaðarstörf: Stjórn starfsmannafélags Landsbanka Íslands 2010-2011.
Maki: Karl Jóhann Haagensen.
Börn: Daði Haagensen og Kolbrún Erna Haagensen.

Berglind Ósk Birgis Filippíudóttir f. 26. maí 1980.
Foreldrar: Birgir Þráinn Kjartansson f. 17. mars 1947 og Filippía Þóra Guðbrandsdóttir f. 2. september 1953.
Systkin: Jón Friðrik Birgisson f. 21. nóvember 1966, Ingibjörg Birgisdóttir f. 4. október 1970, Birgir Freyr Birgisson f. 7. nóvember 1974, Freyja Árnadóttir f. 27. júní 1974, Hlynur Þór Birgisson f. 12. september 1977, Brynjólfur Sveinn Birgisson f. 22. febrúar 1983 og María Sif Ingimarsdóttir f. 22. maí 1990.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2005. BA í félagsráðgjöf 2008 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2010.
Starfsferill: Félagsráðgjafi hjá Fangelsismálstofnun ríkisins 2012-2013. Frá 2010 félagsráðgjafi og síðar deildarstjóri Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar (ársleyfi 2012-2013).
Ritstörf: BA-ritgerð: Fjölskyldutengsl og fangelsisvist. MA-verkefni: Upplýsingaþörf, upplýsingamiðlun og mikilvægi fjölskyldutengsla í fangelsisvist. Viðhorf aðstandenda fanga og íslenskra afplánunarfanga.
Félags- og trúnaðarstörf: Sjálfboðaliði hjá Hjálparsíma Rauða Krossins frá ágúst 2004-janúar 2006. Formaður Mentor, félags félagsráðgjafarnema skólaárið 2006-2007. Deildarfulltrúi grunnnema í félagsráðgjöf skólaárið 2007-2008. Ritari fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd 2011-2012. Stjórnarmaður í stjórn FÍ 2012-2014. Stjórnarmaður í stjórn Hollvinafélags félagsráðgjafadeildar HÍ 2012-2014.
Maki: Arnþór Kristjánsson.
Börn: Thelma Sif Stefánsdóttir og Vigdís Bára Arnþórsdóttir.

Berglind Karitas Þórsteinsdóttir f. 13. maí 1966 á Siglufirði.
Foreldrar: Þórsteinn Bergmann Magnússon f. 13. maí 1925 og Karitas Bjargmundsdóttir f. 3. mars 1924.
Systkin: Þorsteinn Þórsteinsson f. 1. febrúar 1971.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla 2011. BA í félagsráðgjöf 2014 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða frá nóvember 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Græn félagsráðgjöf og sjálfbærni. MA-verkefni: Viðbrögð Rauða krossins á Íslandi í kjölfar efnahagskreppu árið 2008.
Félags- og trúnaðarstörf: Sjálfboðaliði hjá Rauðakrossinum frá 2012. Frambjóðandi til Alþingiskosninga 2016 fyrir Viðreisn og situr í velferðarnefnd Viðreisnar.
Maki: Stefán Garðar Óskarsson.
Börn: Karitas Alfa Stefánsdóttir, Ísak Hrafn Stefánsson og Jakob steinn Stefánsson.

Birna Brynjarsdóttir f. 22. ágúst 1983 í Reykjavík.
Foreldrar: Steinunn Steinarsdóttir f. 11. apríl 1959 og Brynjar Jónsson f. 17. maí 1957.
Systkin: Steinarr Brynjarsson f. 30. júlí 1987 og Jón Brynjarsson f. 13. janúar 1978.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 2003. BA og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2008. Diplóma í Opinberri Stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2012. MA í Innovation and Tourism management frá University of Applied Sciences FH Salzburg, Austria 2015.
Starfsferill: Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða júní 2008- ágúst 2011.
Ritstörf: BA-ritgerð: Samanburður á heimilum fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 og Miklubraut 20: lífsgæði heimilismanna og almennings á Íslandi. MA-verkefni: Ferðaþjónusta í Ekvador. Áhugahvöt, áskoranir og velgengni frumkvöðla.
Maki: Aldo Intriago.
Börn: Freyja Birnudóttir Intriago.

Bjarndís Hrönn Hönnudóttir f. 1. apríl 1984 í Reykjavík.
Foreldrar: Hanna Sigurðardóttir f. 27.mars 1952 og Helgi Ásgeirsson f. 10. desember 1952.
Nám: Stúdent frá Borgarholtsskóla 2006. BA í félagsráðgjöf 2012 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2015.
Ritstörf: BA-ritgerð: Mansal: Mansal og vændi, íslenskur veruleiki. MA-verkefni: Kvenmorð á Íslandi.
Börn: Styrmir Þór Sveinsson.

Brynja Bergmann Halldórsdóttir f. 3. febrúar 1986 í Reykjavík.
Foreldrar: Kristín Gísladóttir f. 2. maí 1963 og Halldór Lárus Pétursson f. 6. mars 1958.
Systkin: Þorbergur Bergmann Halldórsson f. 9. júní 1981 (samfeðra), Pétur Bergmann Halldórsson f. 5. september 1990 (alsystkini), Arna Liv Halldórsdóttir Kvaran f. 24. febrúar 1998 (sammæðra) og Einar Halldórsson Kvaran f. 19. október 1999 (sammæðra).
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 2006. BA í félagsráðgjöf 2011 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2014. Diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands 2012.
Starfsferill: Félagsráðgjafi í stuðnings- og ráðgjafadeild Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis frá maí 2014.
Ritstörf: BA-ritgerð: Hjóna- og parameðferð. Vandamál í parsamböndum og meðferðarnálganir. MA-verkefni: Rafræn samskipti í rómantískum samböndum.
Félags- og trúnaðarstörf: Stjórn starfsmannafélags Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.
Annað: 2015: PEERS Certified Trainer frá UCLA sem veitir leyfi til að halda 14 vikna félagsfærni námskeið fyrir ungmenni á einhverfurófinu og með aðrar skyldar raskanir.
Maki: Tómas Helgason.

Dagný Jóhanna Friðriksdóttir f. 7. júlí 1986 á Akureyri.
Foreldrar: Birna S. Ingólfsdóttir f. 28. apríl 1960 og Friðrik Magnússon f. 4. mars 1960.
Systkin: Magnús Örn Friðriksson f. 22. desember 1981 og Erla Rán Friðriksdóttir f. 25. septemer 1991.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 2006. BA í félagsráðgjöf 2013 og MA til starfsréttina í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2015.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á Barnaspítala Hringsins september 2015 – september 2016. Félagsráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild frá september 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: MST á Íslandi: Innleiðing og árangur. MA-verkefni: Viðhorf skólastjórnenda til hlutverks skólafélagsráðgjafa í grunnskólum og lögbindingu á stöðu þeirra.
Annað: Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í námi, júní 2015.
Maki: Sigurjón Guttormsson.
Börn: Saga Björk Sigurjónsdóttir.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: Þóra Björg Guðjónsdóttir 

Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir f. 18 september 1972 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir f. 26. apríl 1951 og stjúpfaðir: Garðar Haukur Steingrímsson f. 24. maí 1950. Faðir: Valgarð Hafsteinn Valgarðsson f. 16. febrúar 1949.
Systkin: Sigríður Ingibjörg Garðarsdóttir f. 6. október 1982, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir f. 19. janúar 1976, María Sjöfn Valgarðsdóttir f. 26. september 1979 og tvíburar Súsanna Margrét og Jakobína Ragnhildur Valgarðsdætur f. 12. október 1993.
Nám: Stúdent 1995 og sjúkraliði 1996 frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki. BA í félagsráðgjöf 2014 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á Velferðarsviði Kópavogsbæjar sumarið 2016. Félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða frá 1. nóvember 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Kynferðisofbeldi – Áhrif á daglegt líf þolenda. MA-verkefni: Ofbeldi í nánum samböndum. Reynsla og upplifun þolenda og gerenda.
Maki: Þorgrímur Ómar Tavsen.
Börn: Margrét Petra Ragnarsdóttir, Halla Sigríður Ragnarsdóttir, Haukur Steinn Ragnarsson og Jón Kristberg Árnason. Börn Þorgríms Ómars: Sylvía Una Ómarsdóttir, Guðlaugur Ómarsson, Sunna Dögg Ómarsdóttir Tavsen, Kamilla Brá Ómarsdóttir og Birta Sylvía Ómarsdóttir.

Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir f. 28. nóvember 1975.
Foreldrar: Anna Kristín Hauksdóttir f. 5 ágúst 1957 og Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson f. júlí 1956.
Systkin: Birgir Árni Birgirsson f. 4. janúar 1980, Pétur Þór Birgirsson f. 6. ágúst 1981, Örvar Ingi Óttarsson f. 12. júlí 1990 og Jón Þorberg Óttarsson f. 2 júlí 1997.
Nám: Stúdent frá Fjölbraut í Breiðholti 2005. BA í félagsráðgjöf 2010 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2012.
Starfsferill: Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar, sérverkefni í tvo mánuði 2012. Félagsráðgjafi hjá SÁÁ 2012-2016. Formaður Nes, Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum frá 2014. Fulltrúi í félagsmála- og barnaverndarnefnd Sandgerðis, Garðs og Voga frá 2014. Eigandi að ferðaþjónustufyrirtæki og starfar við rekstur þess frá 2015.
Ritstörf: BA-ritgerð: Þjónustu sveitarfélaga við barnafjölskyldur: Samanburður á gjaldskrá og framboð. MA-verkefni: Aldrei aftur: Betrun eftir afplánun í fangelsi.
Maki: Baldur Gunnarsson.
Börn: Anna Kristín Hálfdánardóttir og Leó Austmann Baldursson.

Dögg Þrastardóttir f. á 19. nóvember 1987 á Selfossi.
Foreldrar: Þórir Þröstur Jónsson f. 4. febrúar 1940 og Ragnheiður Skúladóttir f. 23. ágúst 1948.
Systkin: Inga Kolbrún Ívarsdóttir f. 3. nóvember 1972, Drífa Nikulásdóttir f. 13. mars 1974 og Jón Þór Þrastarson f. 28. október 1985.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 2007. BA í félagsráðgjöf 2011 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2014.
Starfsferill: Félagsráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu frá júní 2014.
Ritstörf: BA-ritgerð: Tökum tillit til skoðana barna. Samanburður á þátttöku barna í barnaverndarmálum á Íslandi og í Noregi. MA-verkefni: Þegar upp er staðið þá er aldrei nógu mikið af því. Samstarf barnaverndarstarfsmanna við starfsfólk grunnskóla.
Félags- og trúnaðarstörf: Ritari í Mentor, félagi félagsráðgjafarnema skólaárið, 2009-2010.
Maki: Bjarki Eiríksson.
Börn: Þröstur Freyr Bjarkason.

Edda Jóhannsdóttir f. 16. maí 1976 í Reykjavík.
Foreldrar: Anna Kristinsdóttir f. 19. ágúst 1956 og Jóhann Hans Þorvaldsson f. 19. ágúst 1951.
Systkin: Þröstur Jóhannsson f. 28. nóvember 1969, Guðjón Haukur Jóhannsson f. 12. febrúar 1980, Elsa Dóra Jóhannsdóttir f. 6. september 1985, Magnús Logi Kristinsson f. 12. mars 1975 (uppeldisbróðir) og Svala Birna Sæbjörnsdóttir f. 8. ágúst 1978 (fóstursystir).
Nám: Stúdent frá Verzlunarskóli Íslands 1996. Hönnun frá List- og hönnunarbraut Iðnskólans í Reykjavík 2000. Tækniteiknun frá Tækniteiknarabraut Iðnskólans í Reykjavík 2001. Prisma, þverfaglegt diplómanám frá Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst 2010. BA í félagsráðgjöf 2014 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Réttindi móður. MA-verkefni: Staða barns við andlát foreldris. Staða þekkingar, þjónustu og löggjafar.
Ritröð Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd, 9. hefti, 2015: Það skiptir bara öllu máli hvernig við undirbúum börnin. Höfundur ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur og Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur.
Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn Foreldrafélags Fellaskóla frá 2016.
Maki: Valur Fannar Þórarinsson.
Börn: Anna Líf Ólafsdóttir og Mía Valsdóttir.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: Margrét Edda Yngvadóttir – systkinabörn.

Elín M. Andrésdóttir f. 9. desember 1971 í Reykjavík.
Foreldrar: Andrés Sigurvinsson f. 17. júní 1949 og Lovísa Matthíasdóttir f. 26. maí 1950.
Systkin: Matthías Hálfdánarsson f. 9. maí 1984.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla 1992. BA og starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2007.
Starfsferill: Félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarði 2007-2014. Hjá BHM 2014-2015. Hjá VR frá 2015.
Maki: Kristján Erling Jónsson.
Börn: Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Andrés Kári Kristjánsson og Unnur Elva Kristjánsdóttir.

Elísabet Gunnarsdóttir f. 21. desember 1982 í Reykjavík.
Foreldrar: Ragnheiður Kr. Þorláksdóttir f. 14. febrúar 1948 og Gunnar Karlsson f. 26. september 1939.
Systkin: Hálfsystur, samfeðra: Sif Gunnarsdóttir f. 25. maí 1965 og Sigþrúður Gunnarsdóttir f. 8. júní 1971.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2002. BA og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2007. Diplómanám í barnavernd frá Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Félagsráðgjafi í fósturmálum hjá Barnavernd Reykjavíkur frá 2007.
Ritstörf: BA-ritgerð: Tilkynningaskylda grunnskólakennara samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Félags- og trúnaðarstörf: Sat í stjórn Fagdeildar félagsráðgjafa í barnavernd 2013-2017 þar af sem formaður fagdeildarinnar 2015-2017.
Maki: Sighvatur Hilmar Arnmundsson.
Börn: Arnmundur Sighvatsson og Aðalsteinn Sighvatsson.
Skyldleiki og/eða vensl við aðra félagsráðgjafa: Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir – þremenningar.

Elísabet Þorgeirsdóttir f. 12. janúar 1955 á Ísafirði.
Foreldrar: Una Halldórsdóttir f. 12. ágúst 1931, d. nóvember 2000 og Þorgeir Hjörleifsson f. 14. október 1924.
Systkin: Halldór Þorgeirsson f. 25. júlí 1956.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1975. BA í félagsráðgjöf 2008 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2010.
Starfsferill: Félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, nú Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða frá 2010.
Ritstörf: BA-ritgerð: Siðferðileg gildi félagsráðgjafar. MA- verkefni: Lækningin er að fá að vita… hvernig þér líður er eðlilegt. Upplifun af áfallaröskun og leiðir að bættri líðan.
Augað í fjallinu, ljóðabók, 1977. Salt og rjómi, ljóðabók, 1984. Í sannleika sagt, ævisaga Bjarnfríðar Leósdóttur, 1986. Þú gefst ekki upp, Sigga, ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, 1993.
Félags- og trúnaðarstörf: Stofnandi og í stýrihópi Kvennakirkjunnar frá 1993. Ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78 frá 2011.
Börn: Arnaldur Máni Finnsson.

Elísabet Sigfúsdóttir f. 12. apríl 1964 í Reykjavík.
Foreldrar: Elísabet Valgeirsdóttir f. 29. september 1940 og Sigfús Þór Magnússon f. 28. júní 1940.
Systkin: Magnús Árni Sigfússon f. 8. maí 1960, Þór Sigfússon f. 28. mars 1971 og Steingrímur Pétur Sigfússon f. 26. nóvember 1972.
Nám: Leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1995. Félagsráðgjafi frá Den Sociale Hojskole i Aarhus 2001. Fjölskyldumeðferðarfræðingur frá Center for familie- og psykoterapi 2009.
Starfsferill: Leikskólakennari á leikskólanum Hjalla, Hafnarfirði 1995-1997. Félagsráðgjafi í Hammel kommun, seinna Favrskov kommune á barna- og fjölskyldudeild 2001-2009. Vuggestedet, meðferðarúrræði fyrir þungaðar konur, ungbörn og fjölskyldur þeirra 2009-2012. Félagsráðgjafi á göngudeild Geðsviðs á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í FMB meðferðarteymi frá 2013.
Maki: Stefán Rafn Elinbergsson.
Börn: Vaka Ýr Sævarsdóttir, Heiðdís Huld Stefánsdóttir og Freyr Stefánsson.

Erna Harðar f. 2. maí 1983 í Reykjavík.
Foreldrar: Sólveig Jóhannsdóttir og Hörður Zophoníasson.
Systkin: Hrönn Harðar.
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2006. BA í félagsráðgjöf 2012 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóli Íslands 2014.
Starfsferill: Atvinnuráðgjafi/Félagsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun 2014 – 2016. Félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals, Háleitis og Bústaða frá 2016.
Ritstörf: MA-verkefni: Upplifun kvenna af þjónustu kvennadeildar Landspítalans vegna fóstureyðingar.

Freyja Pálína Jónatansdóttir f. 15. mars 1987 á Akureyri.
Foreldrar: Ásta Freygerður Reynisdóttir f. 13. desember 1962 og Jónatan S. Tryggvason f. 11. júlí 1956.
Systkin: Eygló Jóhannesdóttir f. 25. september 1979, Hólmfríður Brynja Heimisdóttir f. 1. mars 1994 og Tryggvi Jón Jónatansson f. 15. ágúst 1995 –(látinn).
Nám: Stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2010. BA í félagsráðgjöf 2013 og MA til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2016.
Starfsferill: Félagsráðgjafi í dagsþjónustu aldraðra, Fljótsdalshéraði, maí – september 2016. Forstöðumaður Stólpa – hæfing og iðja fyrir fatlað fólk og Ásheima – mann og geðræktarmiðstöðvar á Fljótsdalshéraði frá september 2016.
Ritstörf: BA-ritgerð: Þróun í málaflokki fatlaðs fólks á Íslandi: Lög, viðhorf og þjónusta. MA-verkefni: Félagsráðgjafar á Íslandi: Viðhorf íslenskra félagsráðgjafa til fátæktar og atvinnuleysis.