Námsstefna í félagsráðgjöf

23. ágú - 23. ágú

namsstefna i felagsradgjof 23 agust 2013  (2)

Föstudaginn 23. ágúst frá kl. 8:30-11:00 er blásið til námsstefnu í félagsráðgjöf undir yfirskriftinni Reforms and practice research in Social Work.

Fyrirlesarar eru fræðimenn í félagsráðgjöf sem koma frá Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð.

Það er Félagsráðgjafardeild við Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun í barna - og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafafélag Íslands sem standa að námsstefnunni.

Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is.

Skráningargjald er kr. 1.500 og greiðist við innganginn í reiðufé (ekki er tekið við kortum) eða á reikning félagsins:

Reikningsnúmer er 0336-26-30771

Kennitala: 430775-0229