Framhaldsfundur fagdeildar fræðslu- og skólafélagsráðgjafa

13. mar - 13. mar

Framhaldsfundur á vegum fagdeildar fræðslu- og skólafélagsráðgjafa um samskipti verður haldinn í húsnæði BHM fimmtudaginn 13. mars kl. 9:00-11:00. Fundurinn er framhald af fyrirlestri sem Guðbrandur Árni Ísberg hélt sl. haust þar sem hann fjallaði um samskipti. Efni þessa fundar verður um samskipti kennara og nemenda - nemenda og kennara. Þau sem sátu haustfundinn njóta forgangs að fundinum, skráning fer fram á vefslóðinni https://docs.google.com/forms/d/1gWyDApSH34vTOfsGyh8hnEAWYp22QJRgpnNfKlkqAgI/viewform
Óskað er eftir því að fundargestir komi með stutt og hnitmiðuð dæmi sem hægt er að ræða og finna lausnir á. Fyrir fundinn kl. 8:30 verður boðið upp á morgunhressingu, kaffi og rúnstykki.

Stjórn fagdeildar fræðslu- og skólafélagsráðgjafa.