Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands 2014

18. mar - 18. mar

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins.

Á aðalfundinum verður kosið um þrjá stjórnarmenn í stjórn félagsins og einnig fulltrúa í fastanefndir. Ekki er kosið um formann að þessu sinni en sitjandi formaður á eftir 2 ár af kjörtímabili sínu.

Skráning á fundinn er hér

Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn félagsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Maríu formann í felagsradgjof@felagsradgjof.is

Við viljum minna fulltrúa siðanefndar, kjaranefndar og vísindanefndar á að ganga frá ársskýrslu sinni fyrir aðalfundinn. Einnig þurfa fagdeildir að senda inn fyrir fundinn yfirlit yfir þeirra störf á árinu.

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundur settur.

2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.

3. Staðfest lögmæti fundarins.

4. Skýrslur fastanefnda skv. 9. lið.

5. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.

6. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum. Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda og lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.

7. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.

8. Lagabreytingar. Tillögur um breytingar á lögum félagsins skal senda til stjórnar skriflega ásamt rökstuddri greinargerð, í síðasta lagi 1. febrúar ár hvert. Breytingartillaga skal birt orðrétt í fundarboði þess aðalfundar er ræðir hana. 2/3 hluta atkvæða þarf til breytinga á lögum.

9. Stjórn félagsins. Kosið skal á aðalfundi um fulltrúa í stjórn félagsins. Kjör í fastanefndir félagsins, siðanefnd, kjaranefnd og vísindanefnd fer fram á aðalfundi. Fulltrúar í stjórn félagsins skulu kosnir til tveggja ára í senn. Kosið er sérstaklega um formann félagsins til fjögurra ára í senn.

10. Tillögur og áætlanir um störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.

11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.

12. Önnur mál.