Innlent samstarf

Félagsráðgjafafélag Íslands á í samstarfi við ýmsar stofnanir og félög innanlands og erlendis.

FÍ er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM) og á þeim vettvangi er víðtækt samstarf við önnur félög háskólamenntaðra starfsmanna.

FÍ er í nánu samstarfi við Háskóla Íslands og þá sérstaklega Félagsráðgjafardeild Háskólans.

Fí er í samstarfi við Alþingi Íslands og er umsagnaraðili við margar þingsályktanir og lagafrumvörp sem lúta að starfssviði félagsráðgjafar.

Tengla við helstu samstarfsaðila og fleiri stofnanir er að finna hér til hliðar undir hnappnum tenglar.