Yfirlýsing frá Félagsráðgjafafélagi Íslands vegna stöðunnar á Lyflækningasviði LSH

skrifað 18. sep 2013
logo_Fi

Félagsráðgjafafélag Íslands sendi fjölmiðlum í dag eftirfarandi yfirlýsingu vegna stöðunnar á Lyflækningasviði LSH sem hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga.

Félagsráðgjafafélags Íslands fagnar því að leitað sé lausna á vanda lyflæknissviðs Landspítala, eins og tilkynnt var um á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra og forstjóra spítalans í síðastliðinni viku. Á fundinum voru kynntar aðgerðir sem farið verður í til að létta álagi á lækna með því að leita aðstoðar annarra heilbrigðisstétta á spítalanum. Félagsráðgjafar eru lykilstétt varðandi útskriftir sjúklinga frá Landspítala og þekkja vel til þess úrræðaleysis sem fyrir er í kerfinu nú. Við tökum undir með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að það sé löngu tímabært að endurskilgreina verksvið allra heilbrigðisstétta til að nýta verksvið og þekkingu hverrar stéttar til fullnustu. Félagsráðgjafar á Lyflæknasviði Landspítalans treysta á að í þeirri vinnu sem framundan er verði félagsráðgjafar hafðir í fullu samráði.

Fyrir hönd stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands, María Rúnarsdóttir Formaður Sími: 595 5151/699 5111 Netfang: maria@felagsradgjof.is / felagsradgjof@felagsradgjof.is