Viðbúið að neysla vímuefna aukist

skrifað 23. jan 2009

logregla.jpg„Vímuefnaneysla eykst í kreppuástandi. Það gerðist í kreppunni í Finnlandi og viðbúið er að slíkt gerist hér. Það verður til þess að enn fleiri detta út af vinnumarkaðnum og afbrotum fjölgar. Meðal annars þess vegna þarf að efla endurhæfingu vímuefnaneytenda,“ segir Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi hjá EKRON sem er með þjónustusamning við ríkið, Hafnarfjörð og Kópavog um atvinnutengda endurhæfingu fyrir vímuefnaneytendur. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ákveðið að verja ekki lengur fé til starfseminnar, að sögn Herdísar.

Slóðin á Mbl.is http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/vidbuid_ad_neysla_vimuefna_aukist/ Slóðin vegna viðtals í morgunútvarpinu á Rás 2  er fyrir aftan. Það þarf að fara með stikuna um 1 og ½ cm frá hátalamerkinu. Hér má jafnframt hlutsta á viðtal við þær í morgunútvarpinu http://dagskra.ruv.is/ras2/4441038/2009/01/22/

 

Niðurskurður á aðkeyptri þjónustu, eins og til dæmis forvarnafræðslu, er hafinn í sumum skólum, að sögn Jónu Margrétar Ólafsdóttur, félagsráðgjafa og formanns fagdeildar félagsráðgjafa í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. „Við verðum vör við að skólarnir hafi ekki efni á þessu. En þótt það sé ekki á forgangslistanum hjá skólunum að efla þennan þátt er bráðnauðsynlegt á þessum tímum að hafa heildstæða og markvissa forvarnafræðslu. Við skorum þess vegna á stjórnvöld að leggja meira fjármagn í þetta og draga alls ekki úr því,“ segir Jóna með áherslu.

Hún bætir því við að á upplausnartímum eins og nú séu unglingar varnarlausir. „Ég hef heyrt að skólastjórar í nýjum hverfum sem hafa verið að byggjast upp frétti af tveimur til þremur gjaldþrotum á dag hjá foreldrum nemenda sinna. Þetta veldur vanlíðan hjá nemendunum og þá er hætta á að þeir fari að hópa sig saman og leiðist jafnvel út í neyslu fái þeir ekki markvissa forvarnafræðslu fagaðila.“

Slóðin á Mbl.is http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/vidbuid_ad_neysla_vimuefna_aukist/ Þetta er slóðin vegna viðtals við okkur í morgunútvarpinu á Rás 2 og það þarf að fara með stikuna um 1 og ½ cm frá hátalamerkinu. Hér má jafnframt hlutsta á viðtal við þær í morgunútvarpinu http://dagskra.ruv.is/ras2/4441038/2009/01/22/