Verkfall félagsráðgjafa hjá ríki 9. apríl 2015

skrifað 10. apr 2015
byrjar 09. apr 2015
 
bhmfundur

Kjarasamningar félagsráðgjafa við ríki hafa verið lausir síðan 28. febrúar síðastliðinn. Aðildarfélög BHM fóru í allsherjarverkfall þann 9. apríl frá kl. 12-16 til að knýja á um gerð kjarasamnings. Alls lögðu 3000 háskólamenn niður störf á þessum tíma og 2000 þeirra söfnuðust saman á Lækjartorgi og gengu sem leið lá í Fjármálaráðuneyti þar sem eftirfarandi áskorun var lögð fram:

BHM skorar á stjórnvöld að forgangsraða í þágu þekkingar og að meta menntun til launa. Menntun er forsenda framfara og hagsældar í landinu og ríkið þarf í síauknum mæli vel menntað og sérhæft starfsfólk.

Stjórnvöld þurfa að sýna í verki að þau viðurkenni mikilvægi menntunar í íslensku samfélagi. Það gera þau best með því að gera menntun að aðlaðandi fjárfestingu til framtíðar. Menntun kostar, laun þurfa að fela í sér hvata til menntunar.

Ísland verður að vera samkeppnisfært um háskólamenntað starfsfólk.

BHM skorar á stjórnvöld að ganga hið fyrsta til kjarasamninga við aðildarfélög BHM og sýna að menntun sé metin til launa.

Félagsráðgjafar sýnum samstöðu og fylkjum okkur öll um kröfu BHM sem er metum menntun til launa!

Baráttukveðja, María Rúnarsdóttir, formaður.

FÍ