Vel heppnuð vísindaferð FÍ

skrifað 14. mar 2008

62NX9QCAY4PUZNCASFFV8HCAKFQVGZCAUC1BDTCAÁ þriðja tug félagsráðgjafa mættu í vísindaferð Fí upp í Háskóla Íslands í vikunni. Anni Haugen kynnti m.a. nýtt nám í barnavernd sem hefst í haust. Steinunn Hrafnsdóttir greindi m.a. frá mikilvægi þess að fleiri félagsráðgjafar lykju doktorsprófi til að hægt væri að manna stækkandi félgsráðgjafadeild. Sigurveig Sigurðardóttir fjallaði um afar áhugavert meistaranámi í öldrunarfræðum og Jóhanna Rósa Arnardóttir forstöðukona RBF hvatti félagsráðgjafa til að hafa samband og nýta sér þá þjónustu sem setrið veitir. 

Að kynningu lokinni skoðuðum við nýju húsakynni háskólans. Nú munu allir fastir kennarar við deildina vera komnir með aðstöðu í Odda. Að lokum var boðið upp á léttar veitingar.

Næsta vísindaferð verður í boði félagsráðgjafa á Reykjalundi í lok apríl. Verður hún auglýst síðar.