Vel heppnaður starfsdagur félagsráðgjafa í barnavernd

skrifað 15. maí 2017
mynd 2 frá starfsdegi

Þann 28. apríl 2017 stóð fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd fyrir starfsdegi barnaverndarstarfsmanna, sem nú bar yfirskriftina: „Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum. Samstarf barnaverndar við lögreglu, Barnahús og dómstóla. Erum við á réttri leið?“

Starfsdagur barnaverndarstarfsmanna hefur verið árlegur viðburður á vegum fagdeildarinnar frá árinu 2008. Um 80 barnaverndarstarfsmenn sóttu starfsdaginn og ríkti almenn ánægja meðal þátttakenda.

Á starfdeginum var rætt um samstarf milli barnaverndar, lögreglu, Barnahús og dómstóla og héldu fulltrúar frá þeim aðilum erindi á starfsdeginum auk þess sem tveir fullorðnir þolendur ofbeldis í æsku sögðu sína sögu.

Helstu niðurstöður voru að hagsmunir barnsins skuli ávallt vera í fyrrirúmi og mikilvægt sé að halda áfram að styðja við öflugt og faglegt starf barnaverndaryfirvalda á landinu. Skipan sérstaks fjölskyldudómstóls kom í umræðuna auk þess sem fagfólk í barnavernd vil að Barnahús fái svigrúm til að sinna öllum börnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu foreldra.

Fram kom hjá þolendum ofbeldis að þeir myndu vilja sjá þyngri dóma fyrir alvarleg brot gegn börnum. Aðilar voru sammála um að aukið samstarf milli lögreglu og og barnaverndar væri af hinu góða fyrir ferli málanna og mikilvægt væri að halda því góða samstarfi áfram.

Mynd frá starfsdegi