Úthlutun styrkja úr vísindasjóði FÍ 2009

skrifað 21. sep 2009

visindi.lok.jpg

Á myndinni eru: Elín, Anna Dóra, Heiða Ösp, Staðgengill Erlu, Soffía, Steinunn, Sveinbjörg, Þórhildur, Sigrún og Sveindís

Úthlutun úr vísindasjóði FÍ vekur ávalt athygli meðal félagsmanna. Fjöldi umsókna í sjóðinn undanfarin ár ber vott um mikla grósku í rannsóknum og þróunarstörfum félagsráðgjafa. Níu styrkjum var úhlutað er að þessu sinn í kjölfar umsókna. Verkefnin voru fjölbreytileg og áhugavert verður að heyra þeirra kynningar í framtíðinni. Styrkir voru veittir fyrir tvær vísindarannsóknir, eitt þróunarverkefni, fimm meistararannsóknir og eitt doktorsverkefni. Þeir sem hluti styrki þetta árið eru:

1. Anna Dóra Sigurðardóttir (MA) Samþykkt 200.000
,,Sér gefur gjöf sem gefur. Rannsókn um nýrnagjöf lifandi gjafa”.

2. Heiða Ösp Kristjánsdóttir (MA) Samþykkt 200.000
,,Stöðlun á listanum Reasons for Living Inventory – fyrir íslenska unglinga”.

3. Kartín Þorsteinsdóttir Samþykkt 250.000
Þróunarverkefnið ,,Barn í blóma”. Katrín gat ekki verið með okkur í dag, þar sem hún er nú búsett í Danmörku en samstarfsmaður hennar Sólrún Ósk Lárusdóttir tekur við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.

4. Soffía Egilsdóttir (MA) Samþykkt 200.000
,,Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt”.

5. Steinunn Bergmann hlýtur tvo styrki. Annars vegar 200.000 kr. fyrir meistararannsókn sína
,,Þjónustusamningur við framkvæmd félagslegrar þjónustu” og hins vegar 500.000 kr. fyrir vísindarannnsóknina ,,Tilkynningar til barnaverndaryfirvalda árið 2006 er varða grun um líkamlegt ofbeldi gagnvart barni”.

6. Sveinbjörg J. Svavarsdóttir Samþykkt 237.600
Vísindarannsóknina ,,Áhrif geðheilbrigðisþjónustu á lífsgæði geðfatlaðra í Hátúni 10. Sjónarhorn notenda”. Rannsóknin er unnin af fjölfaglegum starfshóp innan LSH.

7. Þórhildur Egilsdóttir (MA) Samþykkt 200.000
,,Félagsráðgjöf: Reynsla af vettvangi stjórnmála greind með gagnrýnni kenningu”.

8. Erla Björg Sigurðardóttir (Phd.) Samþykkt 200.000
,,Starfsendurhæfing á Íslandi, Svíþjóð og Noregi og áhrif starfsendurhæfingar og búsetuúrræða fyrir vímuefnasjúka á félagslega aðlögun og lífsgæði”.

Í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá stofnun Vísindasjóðs félagsins ákvað Vísindanefnd, með samþykki stjórnar, að veita sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag til vísinda á sviði félagsráðgjafar. Þetta er í fyrsta sinn sem Vísindanefnd nýtir heimild sína til að veita styrk að eigin frumkævði en í 2. grein úthlutunarreglna.

Hlaut Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi 500.000 kr. heiðursviðurkenningu fyrir rannsókna- og ritstörf á tæplega 40 ára félagsráðgjafaferli.

Félagið óskar öllum styrkþegum til hamingju með styrkina