Umsóknir í B-hluta vísindasjóðs FÍ 2014

skrifað 03. sep 2014

Ert þú að vinna að rannsókn eða þróunarverkefni ?

Vísindanefnd tekur á móti umsóknum í B – hluta Vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands til 15. september

Vísindanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) auglýsir eftir umsóknum í B – hluta sjóðsins fyrir árið 2014. Félagsráðgjafar með aðild að sjóðnum geta sótt um.

B-hluti Vísindasjóðs er ætlaður til rannsóknar- og þróunarverkefna.

Verkefnin verða að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu.

Umsóknum skal skila til Vísindanefndar á þar meðfylgjandi eyðublaði fyrir 15. september næstkomandi. Athugið að þetta er ekki gagnvirkt eyðublað, það er hægt að skrifa inn í það með því að vista það niður í word skjal. Það er gert með því að fara í ,,skrá" og sækja sem.

Úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðunni: http://felagsradgjof.is/files/53b19b63c0ff6.pdf