Umsókn í B-hluta Vísindasjóðs FÍ 2008

skrifað 19. feb 2008

Stjórn Vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) óskar eftir umsóknum í B – hluta sjóðsins fyrir árið 2008.

B-hluti er ætlaður til rannsóknar- og þróunarverkefna. Verkefnin verða að vera á sviði félagsráðgjafar og vera stéttinni til hagsbóta og framdráttar, hvað varðar faglega þekkingu. Umsóknum skal skila til stjórnar sjóðsins á þar til gerðu eyðublaði fyrir 15. maí 2008.

Sjá nánar úthlutunarreglur sjóðsins á heimasíðu félagsins:

http://www.felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=15&Itemid=38 Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Vísindanefnd fer yfir umsóknir og gerir tillögur að úthlutun til stjórnar FÍ. Ákvarðanir um styrkveitingar liggja fyrir í síðasta lagi 15. sept. Styrkir eru greiddir út í október. Ef þörf er á frekari upplýsingum vinsamlegast hafið þá samband stjórn Vísindasjóðs en stjórnina skipa: Anna Margrét Guðbjartsdóttir, gjaldkeri

annagudbj@gmail.com Margrét Petersen, ritari margret.petersen@reykjavik.is Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður

sveindis@talnet.is