Tveir Félagsráðjafar ársins

skrifað 17. mar 2009

Tveir félagsráðgjafar voru útnefndir Félagsráðgjafar ársins í dag 17. mars á Alþjóðadegi Félagsráðgja sem haldinn var á Grand hóteli í morgun en alls fengu átta félagsráðgjafar tilnefningu þetta árið. Það eru þeir Vilborg Oddsdóttir  félagsráðgjafi og Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi.

vilborg_200.jpgVilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Systkinasmiðjunni. Vilborg er brautryðjandi í starfi með systkinum fatlaðra og langveikra barna en hún stofnaði "Systkinasmiðjuna" fyrir 10 árum. Hún hefur jafnframt verið ötull málsvari skjólstæðinga sinna hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Mikið hefur mætt á henni í starfi og er hún dugleg í að vekja athygli í fjölmiðlum og stjórnvalda á kröppum kjörum landsmanna. Viborg er hugsjónamanneskja, starfar í nefndum á vegum ríkisins vegna þessa sérstaka ástands sem er í þjóðfélaginu í dag. Vilborg er einnig menntaður þroskaþjálfari.

Guðrún Helga Sederholm er sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi.

gudrunhelgasederholm.jpg

Guðrún er brautryðjandi á sviði skólafélagsráðgjafar hér á landi og verið ötul baráttukona fyrir aukinni ráðgjöf meðal barna og ungmenna í skólum. Hún vann m.a. að þróun náms- og starfsráðgjafar á vegum menntamálaráðuneytiðins 1990-1991. Formaður nefnda á vegum menntamálaráðherra um þróun náms- og starfsráðgjafar 1997-1998. Hún er formaður fagdeildar fræðslu - og skólafélagsráðgjafa. Guðrún er jafnframt menntaður kennari og hefur tekið nám í náms - og starfsráðgjöf.