Tímarit félagsráðgjafa komið út

skrifað 07. jún 2015
forsida15

Út er komið árlegt hefti Tímarits félagsráðgjafa. Það er gefið út af Félagsráðgjafafélagi Íslands og ritstjóri þess er Dr. Sigrún Júlíusdóttir.

Að þessu sinni er megináhersla á þemað aðstæður ungs fólks, tengsl foreldra, skóla og vinnu. Á síðastliðnu ári vörðu fjórar konur doktorsritgerð við HÍ um þetta efni, hver með sinni megináherslu. Það eru ritgerðir þeirra Sigrúnar Harðardóttur um skólann, brottfall, vellíðan nemenda og foreldratengsl, Margrétar Einarsdóttur um launavinnu ungmenna og stöðu foreldra, Jóhönnu Rósu Arnardóttur um leið ungmenna frá skóla til vinnu og Stellu Blöndal um brotthvarf úr framhaldsskóla og uppeldisaðferðir foreldra. Í heftinu eru birtar þrjár greinar úr doktorsritgerðunum en fleiri greinar tengjast þemanu, m.a. grein Guðnýjar Bjarkar Eydal og Klöru Valgerðar Brynjólfsdóttur um Ungt fólk í kreppu- atvinnu, fjárhags og félagsstaða. Þræðirnir eru dregnir saman í föstum dálki tímaritsins Samfélagsumræðan, sem er í umsjón Þrastar Haraldssonar blaðamanns.

Tímaritið var sent heim til félagsmanna en það er jafnframt komið út í rafrænni útgáfu sem finna má á heimasíðu félagsins eða undir slóðinni www.timaritfelagsradgjafa