Tímarit félagsráðgjafa 2013

skrifað 04. jún 2013
forsida

Tímarit félagsráðgjafa árið 2013 er komið út og hafa félagsmenn fengið það sent í pósti. Tímaritið er að venju afar efnismikið. Í því eru þrjár ritrýndar greinar og þrjár almennar auk samfélagsumræðunnar sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Að ræða þarft eða þegja - þar er efinn. Líkt og í fyrri heftum er sérstakur kafli tileinkaður útgáfu og nýþekkingu á sviði félagsráðgjafar.

Við hvetjum félagsráðgjafa til að kynna sér tímaritið og benda áhugasömum á hvar hægt er að nálgast öll tímarit FÍ á heimasíðu félagsins. Það er gert með að klikka á linkinn hér við hliðina: Tímarit félagsráðgjafa