Tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

skrifað 14. maí 2008

Valgerdur_mars2007.jpgÁ morgun  15. maí í Þjóðmenningarhúsi verðu tilkynnt hver hlýtur Foreldraverðlaunin 2008 en auk þess verða afhent tvenn hvatningaverðlaun og ein dugnaðarforkaverðlaun. Munu allir þessir aðilar fá afhent viðurkenningarskjal.  Valgerður Hallldórsdóttir félagsráðgjafi, framkvæmdastjórir FÍ og stofnandi Stjúptengsl  er tilnefnd ásamt 30 öðrum aðilum til verðlauna.  Valgerður var einnig tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum "gegn fordómum" í febrúar sl.

 

Í tilkynningunni segir "Valgerður hefur unnið að vitundarvakningu á málefnum stjúpfjölskyldna, stuðning við stjúpforeldra og born í gegnum fræðslu og ráðgjöf, ásamt fræðslu í fjölmiðlum til ýmissa skóla, félagasamtaka og fyrirtækja um stjúptengsl og sérstöðu þeirra. Valgerður er frumkvöðull að þeirri vitundarvakningu sem hefeur orðið á málefnum stjúpfjölskyldna. Hún stofnaði Stjúptengsl 2005, og hefur félagið boðið upp á allskyns fræðslu gegnum árin.Þá rekur hún fyrirtækið Stjúptengsl sem býður upp á fræðslu og ráðgjöf. Sú vitundarvakning sem Valgerður hefur staðið fyrir hefur vakið athygli á þessu fjölskylduformi og gert kennara og starfsmenn meðvitaðri um að þetta fjölskylduform er ólíkt kjarnafjölskyldunni á marga vegu og það þarf að hafa í huga þegar verið er að vinna með börnum sem eru í stjúptengslum. Ég tel að það sé orðið minna um fordóma gagnvart stjúpfjölskyldum eftir alla þá umfjöllun sem Valgerður hefur verið með í fjölmiðlum og í fyrirlestrum sem hefur orðið til þess að fól er orðið opnara fyrir þeirri staðreynd að stjúpfjölskyldur eru sérstakt fjölskylduform og þær eru að fást við ýmsa þætti í sínum samskiptum sem kjarnafjölskyldan stendur aldrei frammi fyrir. Aukin þekking minnkar fordóma" segir í rökum með tilkynningunni.