Sveindís hlaut 2. verðlaun fyrir viðskiptaáætlun sína

skrifað 10. ágú 2009

sveindis.jpgSveindís Jóhannsdóttir félagsráðgjafi og formaður Vísindanefndar FÍ hlaut 2. verðlaun fyrir viðskiptahugmynd sína "Félagsráðgjafinn - einkarekin ráðgjafastofa á heilbrigðissviði". Nokkrir stúdentar í Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Hugmyndahús Háskólanna  stóðu fyrir námskeiði um stofnun fyrirtækja og var það þátttakendum að kostnaðarlausu. Yfir 200 manns, á öllum aldri,  voru skráðir á námskeiðið sem stóð yfir í 10 vikur, kennt tvisvar í viku 3-4 tíma í senn.  Rúmlega 20 manns skráðu sig síðan í lokaáfangann og skiluðu inn viðskiptaáætlun og kynntu sýnar hugmyndir fyrir 3 manna dómnefnd. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjár bestu viðskiptaáætlanirnar. Sveindís fór í viðtal í þáttinn Samfélagið í nærmynd: http://dagskra.ruv.is/ras1/4416365/2009/07/30/

 

 

 Sveindís Jóhannsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsráðgjafinn.is