Styrkþegar 2008 úr B-hluta vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands

skrifað 10. sep 2008

Styrkþegar 2008 úr B – hluta vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands

Þann 12. september sl. var úthlutað úr B – hluta vísindasjóðs Félagsráðgjafafélags Íslands en að þessu sinni fengu fjórir styrkþegar úthlutað styrkjum að verðmæti 1.397.960 kr. samtals til að vinna að þróunarverkefni, meistaraverkefnum og rannsóknarverkefni. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum en þess má geta að tvö verkefni eru unnin að stórum hluta á erlendri grundu.
 
•Íris Eik Ólafsdóttir félagsráðgjafi og meistaranemi hlaut 197.960 kr. styrk til að vinna að MA verkefni sínu “Vímuefnameðferðir í íslenskum fangelsum: Mat á árangri meðferðargangs á Litla-Hrauni”

•Ragna B. Guðbrandsdótir  félagsráðgjafi hlaut 500.000 kr. styrk til að vinna að þróunarverkefninu “Þekking barna á kynferðislegu ofbeldi aukin með öflugum forvörnum”

•Margrét Scheving félagsráðgjafi og meistaranemi hlaut 200.000 kr. styrk til að vinna að MSW verkefni sínu “Sólin og tunglið til skiptis – Rannsókn á reynslu alkhólista fyrir og eftir meðferð”

•Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi hlaut 500.000 kr. styrk til að vinna að rannsóknarverkefninu “Staða HIV/alnæmis meðal munaðarlausra og bágstaddra stúlkna sem dvelja í Candel Light Foundation (CLF) í Úganda, Afríku”