Standa þarf vörð um norræna velferðarmódelið!

skrifað 26. mar 2009

kort.jpgFélagsráðgjafar á norðurlöndum finna í starfi sínu fyrir alþjóðlegu efnahagskreppunni sem nú gengur yfir.  Á árlegum fundi norrænna félagsráðgjafa í Reykjavík dagana 22. – 24. mars 2009 kom fram að mikil aukning er á vinnuálagi félagsráðgjafa samhliða vaxandi atvinnuleysi í samfélaginu og afleiðingu þess sem m.a. birtist í persónulegum og efnahagslegum vanda skjólstæðinga þeirra.

Á undanförnum góðæristímum hafa ríkisstjórnir norðurlandanna misst sjónar á mikilvægi norræna  velferðarmódelsins þar sem lögð er áhersla á jöfnuð og velferð allra. Afleiðingarnar eru þær að á norðurlöndumum sjást skelfileg áhrif vegna mismununar í heilbrigðis-, félags og efnahagslegum úrræðum norðurlandanna. Á sama tíma og settar eru fram óraunhæfar sparnaðarkröfur er farið fram á aukningu á þjónustu til þeirra sem orðið hafa fyrir kreppunni.

Norrænu félagsráðgjafsamtökin hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna  til að standa vörð um norræna velferðarmódelið sem er ómetanlegur grunnur til að tryggja jöfnuð og velferð allra bæði þegar vel gengur og illa árar.

FÍ – Félagsráðgjafafélag Íslands, Fackförbundet SKTF – Svíþjóð, Akademikerförbundet SSR – Svíþjóð, Talentia – Finland, Dansk socialrådgiverforening – Danmörk, Fellesorganisasjonen – Noregi, N.I.S.S.I.P – socialrådgiverforening Grænland, HK  kommunal – Danmörk.

Slóð á norrænu félagsráðgjafafélögin : http://www.felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=79&Itemid=85