Staða stofnanasamninga

Landspítali, Vinnumálastofnun og Reykjalundur hafa gengið frá samningum

skrifað 02. apr 2013
140_4063

Í kjarasamningi aðildarfélaga BHM við ríkið er kveðið á um að gera skuli stofnanasamning þar sem meðal annars er kveðið á um röðun starfa. Viðræður um stofnanasamning fara fram undir friðarskyldu og ekki er kosið sérstaklega um þá.

Félagsmenn Félagsráðgjafafélags Íslands vinna hjá tíu ríkisstofnunum:

  • Barnaverndarstofu

  • Biskupsstofu

  • Fangelsismálastofnun

  • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

  • Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítala háskólasjúkrahúsi

  • Landlæknisembætti

  • Sjúkrahúsinu á Akureyri

  • Tryggingarstofnun ríkisins

  • Vinnumálastofnun

Einnig tekur Reykjalundur mið af kjarasamningi við ríkið og gerir sérstakan stofnanasamning.

Vinna við stofnanasamninga hefur ekki gengið vel og hafa aðeins tvær stofnanir skrifað undir samning, það er Landspítali Háskólasjúkrahús og Vinnumálastofnun. Þá gerði Reykjalundur tímabundinn samning til eins árs sem gildir til 30. apríl 2013. Hér er hægt að nálgast stofnanasamninga Félagsráðgjafafélags Íslands.

Ljóst er að mikil vinna er framundan við gerð stofnanasamninga og mikilvægt að félagsmenn haldi vinnunni gangandi. Kjarasamningur við ríkið er laus 31. janúar svo það er ekki mikill tími til stefnu til að ljúka við gerð stofnanasamninga.