Skrifað undir samning við ríkið

skrifað 30. maí 2014
Karp-3

Að kveldi 28. maí undirrituðu sextán aðildarfélög BHM samning við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum vinnumarkaði og nær til 13 mánaða, frá 1. febrúar sl. út febrúar 2015 og munu viðræður um nýjan samning hefjast strax. Segja má að við höfum gert vopnahlé fram á haust!

Kynning á samningnum verður í húsnæði BHM, Borgartúni 6, 3. hæð þriðjudaginn 3. júní kl. 12:30.