Skólahöfnun er vandamál í Japan

skrifað 24. sep 2009

Skólahöfnun er vandamál í Japan

Japanir horfðust í augu við mikla skólahöfnun nemenda í grunn-og framhaldsskólum. Skólahöfnun er skilgreind þegar nemandi hefur ekki mætt í skóla í meira en 30 daga á skólaárinu. Helstu ástæður virtust tengjast einelti, erfiðleikum í samskiptum við samnemendur og erfiðleikum í samskiptum heima og eða óbeit á kennara eða kennurum. Um það bil 120.000 nemendur eru skilgreindir með skólahöfnun árlega þar í landi. Málefni nemenda hafa verið í höndum kennara mestan partinn en kennarar eru ekki í stakk búnir að takast á við vandamál af fyrrgreindu tagi nema að mjög litlu leyti. Af þessum sökum tók skólanefnd í einu héraði sig til og réði skólafélagsráðgjafa að sex grunnskólum og tveimur framhaldsskólum árið 2007. Alls 27 nemendur í þessum skólum fengu þjónustu skólafélagsráðgjafa.

Skólafélagsráðgjafarnir settu fram ákveðið verklag sem farið var eftir og eftir 6 mánuði höfðu 17 nemendur af 27 hafið skólagöngu að nýju í upphafi skólaárs 2008. Tveir höfðu náð inntökuprófi í framhaldsskóla uppúr grunnskólanum og hófu skólagöngu þar í apríl 2008. Tveir höfðu hafið starf með fræðslustuðningshópi. Sex nemendur töldu að þeir myndu ekki hefja skólagöngu á nýjan leik. Eftir níu mánuði hafði þeim fækkað í sex en hinir héldu sínu striki. Rannsóknin sýnir að nemendur eru fúsari og líklegri til að sækja skóla ef aðstæður heimafyrir og í skóla breytast til hins betra. Ef þættir sem hindra skólagönguna eru fjarlægðir. Starf skólafélagsráðgjafans skilaði einnig árangri þegar hætta var á að nemendur misstu tökin á skólasókninni. Greinin er þýdd og endursögð af Guðrúnu H. Sederholm, formanni FFS