Sex dagar

skrifað 19. okt 2010

Sex dagar
Kynfræðifélag Íslands
20.-26. október

Sex dagar eru haldnir í fyrsta skipti í tilefni þess að formlegt nám í kynfræði er nú í boði á Íslandi. Kynfræðifélag Íslands, sem heldur upp á Sex daga hafði frumkvæði að boðið var upp á nám í kynfræði við Háskóla Íslands.   Sex dagar verða haldnir frá 20. - 26. október.

Sex dagar
Kynfræðifélag Íslands
20.-26. október

Dagskrá
20. október - Miðvikudagur kl. 11:35-12:25 Kynning á þverfræðilegu námi á meistarastigi í kynfræði við Háskóla Íslands. Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við félagsráðgjafardeild, Dr.
Sóley S. Bender, professor við hjúkrunarfræðideild og Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent við guðfræði- og trúarbragðafræðideild.
Staðsetning: Stofa 101 á Háskólatorgi.

21. október - Fimmtudagur kl. 16:30-19:30 Krabbamein og kynlíf. Haustmálþing fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga í samstarfi við Kynfræðifélag Íslands. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir félagsmenn í Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga og Kynfræðifélagi Íslands. Fyrir utanfélagsmenn er gjaldið 2.500 kr.
Staðsetning: Húsnæði Vistor, Hörgatúni 2 í Garðabæ.

22. október - Föstudagur kl.8:00-17:00
Lesdagur á Þjóðarbókhlöðunni. Teknar verða saman bækur á Þjóðarbókhlöðunni tengdar kynfræði.
Staðsetning: Þjóðarbókhlaðan.

23. október – Laugardagur kl. 8:00-12:20 Morgunútvarp Rásar 2. Fræðandi og skemmtileg umræða um kynfræði í þættinum Bergson & Blöndal.

25. október - Mánudagur kl. 20:00-22:00
Kynlífskaffi Kynís. Sigga Dögg, meistarnemi í kynfræði mun opna umræðu um málefni tengt kynfræði. Gestir er hvattir til að taka þátt í umræðunni.
Staðsetning: Prikið, Bankastræti.

26. október - Þriðjudagur kl. 20:00-21:30 Spilakvöld. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur mun kynna spilið Kynstrin öll. Sjá nánar á www.kynstrinoll.is
Staðsetning: Prikið, Bankastræti.

Kynís - Kynfræðifélag Íslands var stofnað af fagfólki 9. des. 1985 og var tilgangurinn að skapa vettvang sem gæti eflt samstarf fagfólks á þessu sviði. Kynfræði (sexology) er fræðigreinin um kynverund mannsins (human sexuality). Fræðimenn sem leggja stund á kynfræði vilja, líkt og aðrir fræðimenn, auka þekkingu og skilning á viðfangsefni fræðigreinarinnar með skipulögðum hætti. Útgangspunktur kynfræði er að maðurinn sé kynvera.

www.kynis.is

Ef þið viljið fá frekari upplýsingar þá er hægt að ná á formanninn:
Áslaug Kristjánsdóttir, email: aslaugk@gmail.com, s: 696-7626