Samningur við ríkið samþykktur

skrifað 13. jún 2014
Karp-3

Niðurstöður atkvæðagreiðslu vegna samnings við ríkið sem undirritaður var þann 28. maí síðastliðinn liggja nú fyrir. Alls tóku 62 félagsráðgjafar þátt í atkvæðagreiðslunni eða 77,5% þeirra sem starfa hjá ríkisstofnunum. 61,3% svarenda samþykktu samninginn, 35,5% sögðu nei og 3,2% skilaði auðu.